Kaffiboð á Kirkjumel

Appelsínumarmelaði appelsínur gulrætur norðfjörður neskaupstaður Heimagert dökkt síróp marmelaði Ostakaka með aðalbláberjum kaka terta ostatera berjarjómi bláber aðalbláber Rúsínusalat Hafrakex Brún randalín með heimagerðu sírópi heimagert síróp Hákon Guðröðarson, Sígríður Guðröðardóttir, Hákon Hildibrand Hafsteinn Hafsteinsson, Sigurlaug Bjarnadóttir, Sigríður Friðjónsdóttir, Sigríður Pálmadóttir og Albert
Kaffiboð á KirkjumeL. F.v. Hákon Guðröðarson, Sigríður Guðröðardóttir, Hafsteinn Hafsteinsson, Sigurlaug Bjarnadóttir, Sigríður Friðjónsdóttir, Sigríður Pálmadóttir og Albert

Á Kirkjumel á Norðfirði búa athafnamaðurinn Hákon og listamaðurinn Hafsteinn. Hákon er mikil matmaður eins og hann á kyn til. Stundum hef ég séð myndir frá kaffiveislum hjá ömmu Hákonar, Sigurlaugu í Miðbæ. Það gladdi mig því einstaklega mikið þegar þau tvö voru til í að snúa bökum saman og halda kaffiveislu og nutu dyggrar aðstoðar Hafsteins.

KAFFIBOÐIÐ Á KIRKJUMELNESKAUPSTAÐURKAFFIBOÐAPPELSÍNUR —- HÁKON HILDIBRANDAPPELSÍNUMARMELAÐI

Brún randalín með heimagerðu sírópi randalína
Brún randalín með heimagerðu sírópi

Brún randalín
750 g hveiti
300 g sykur
375 heimagert dökkt síróp
1 1/2 tsk negull vel mælt
375 g smjörlíki
2 egg
1 1/2 tsk natron
3 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk hjartasalt
1 1/2 tsk kanill
1 1/2 msk kakó

Öll þurrefnin sett saman , smjörlíki mulið í þurrefnin, svo egg og síróp
Gott að kæla áður en flatt er út
Á 4 plötur mjög þunnt
Bakað við 180 gráður
Þunnt lag rabbabarasulta og smjörkrem ofan á það.

Heimagert dökkt síróp
Bræða 4 bolla sykur láta brúnast
Kæla örlítið
Bæta í 1,5 bolla vatn
Sjóða niður í ca 15 mín

Hafrakex

Hafrakex
2 b hveiti
4 b haframjöl
1 b sykur
250 g smjörlíki
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk natron
1/2 tsk hjartasalt
1 b mjolk
Mylja smjör í þurrefnin, bæta í mjólk og hnoða saman, flatt út og stungið með glasi eða öðru formi, hafa ekki of þykk. Bakað við 180 gráður þar til gullinbrúnt

Rúsínusalat
Rúsínusalat

Rúsínusalat
1/2 líter þeyttur rjómi
1 tsk flórsykur
2 bollar smátt brytjað suðusúkkulaði
1,5 bolli rúsínur smátt brytjað

Blandið öllu saman. Salatið bragðast sérstaklega vel með hafrakexinu

Ostakaka með aðalbláberjum
Ostakaka með aðalbláberjum

Ostakaka með aðalbláberjum
Botn
300 g LU kex
150 g brætt smjör
myljið og blanda saman, setjið í botn á formi

Fylling
250 g rjómaostur
150 g flórsykur
Þeytið saman
1/2 ltr þeyttur rjómi bætt sama við, hræra varlega
1 ltr aðalbláber

Krem
200 g brætt suðusúkkulaði
1 dós 18% sýrður rjómi
Hrært saman og sett ofan á kalda kökuna

Appelsínumarmelaði
Appelsínumarmelaði

Appelsínumarmelaði
500-700 g gulrætur íslenskar
6 stórar appelsínur
1 sítróna
Hakkað allt saman hratt en taka fyrst alla steina út sítrónu
Allt sett í pott og sykrað eftir smekk
Sjóða í cirka 45-60 mín

kæfa kindakæfa
Kæfa

Kæfa
Feitt súpukjöt mauksoðið
1 laukur með í pottinn
Hreinsa af beinum , hakka kjötið með miklum lauk
Aftur í pott, sjóða litið eitt og pipra og salta þar til bragðsterkt (ath verður daufara bragð þegar hún er köld )

SJÁ EINNIG: KAFFIBOР— NESKAUPSTAÐUR

Rúgbrauð og smjör
Albert og Hákon við veisluborðið

— KAFFIBOÐ Á KIRKJUMEL —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.