Á Kirkjumel á Norðfirði búa athafnamaðurinn Hákon og listamaðurinn Hafsteinn. Hákon er mikil matmaður eins og hann á kyn til. Stundum hef ég séð myndir frá kaffiveislum hjá ömmu Hákonar, Sigurlaugu í Miðbæ. Það gladdi mig því einstaklega mikið þegar þau tvö voru til í að snúa bökum saman og halda kaffiveislu og nutu dyggrar aðstoðar Hafsteins.
— KAFFIBOÐIÐ Á KIRKJUMEL — NESKAUPSTAÐUR — KAFFIBOÐ — APPELSÍNUR —- HÁKON HILDIBRAND — APPELSÍNUMARMELAÐI —
Brún randalín
750 g hveiti
300 g sykur
375 heimagert dökkt síróp
1 1/2 tsk negull vel mælt
375 g smjörlíki
2 egg
1 1/2 tsk natron
3 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk hjartasalt
1 1/2 tsk kanill
1 1/2 msk kakó
Öll þurrefnin sett saman , smjörlíki mulið í þurrefnin, svo egg og síróp
Gott að kæla áður en flatt er út
Á 4 plötur mjög þunnt
Bakað við 180 gráður
Þunnt lag rabbabarasulta og smjörkrem ofan á það.
Heimagert dökkt síróp
Bræða 4 bolla sykur láta brúnast
Kæla örlítið
Bæta í 1,5 bolla vatn
Sjóða niður í ca 15 mín
Hafrakex
2 b hveiti
4 b haframjöl
1 b sykur
250 g smjörlíki
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk natron
1/2 tsk hjartasalt
1 b mjolk
Mylja smjör í þurrefnin, bæta í mjólk og hnoða saman, flatt út og stungið með glasi eða öðru formi, hafa ekki of þykk. Bakað við 180 gráður þar til gullinbrúnt
Rúsínusalat
1/2 líter þeyttur rjómi
1 tsk flórsykur
2 bollar smátt brytjað suðusúkkulaði
1,5 bolli rúsínur smátt brytjað
Blandið öllu saman. Salatið bragðast sérstaklega vel með hafrakexinu
Ostakaka með aðalbláberjum
Botn
300 g LU kex
150 g brætt smjör
myljið og blanda saman, setjið í botn á formi
Fylling
250 g rjómaostur
150 g flórsykur
Þeytið saman
1/2 ltr þeyttur rjómi bætt sama við, hræra varlega
1 ltr aðalbláber
Krem
200 g brætt suðusúkkulaði
1 dós 18% sýrður rjómi
Hrært saman og sett ofan á kalda kökuna
Appelsínumarmelaði
500-700 g gulrætur íslenskar
6 stórar appelsínur
1 sítróna
Hakkað allt saman hratt en taka fyrst alla steina út sítrónu
Allt sett í pott og sykrað eftir smekk
Sjóða í cirka 45-60 mín
Kæfa
Feitt súpukjöt mauksoðið
1 laukur með í pottinn
Hreinsa af beinum , hakka kjötið með miklum lauk
Aftur í pott, sjóða litið eitt og pipra og salta þar til bragðsterkt (ath verður daufara bragð þegar hún er köld )
SJÁ EINNIG: KAFFIBOÐ — NESKAUPSTAÐUR —