
Hindberjaís í ísvél
Við eigum KitchenAid ísskál og notum hana mikið. Skálin er geymd í frysti milli þess sem hún útbýr handa okkur ís. Ísgerðin er einföld og fljótleg, hún tekur aðeins 20-25 mín. Auðvelt er að útbúa rjómaís, veganís eða ískrap. KitchenAid ísskál fæst í Byggt og búið í Kringlunni.
— HINDBER — RJÓMAÍS — EFTIRRÉTTIR —
.

Hindberjaís í ísvél
1 ds kókosmjólk
2-3 msk sykur
½ tsk salt
½ tsk vanilla
1,5 dl hindber
Setjið kókosmjólk, sykur, salt og vanillu í ísvélina og látið hana ganga í 20-25 mín. Skerið hindberin í tvennt og bætið saman við, blandið varlega saman við.
.

–
— HINDBER — RJÓMAÍS — EFTIRRÉTTIR —
— HINDBERJAÍS Í ÍSGERÐARSKÁL —
–