Hindberjaís í ísvél

rjómaís ís berjaís KitchenAid ísskál fæst í Byggt og búið í Kringlunni ísvél hindberjaís hindber veganís berjaís heimalagaður ís
Hindberjaís úr KitchenAid ísvél

Hindberjaís í ísvél

Við eigum KitchenAid ísskál og notum hana mikið. Skálin er geymd í frysti milli þess sem hún útbýr handa okkur ís. Ísgerðin er einföld og fljótleg, hún tekur aðeins 20-25 mín. Auðvelt er að útbúa rjómaís, veganís eða ískrap. KitchenAid ísskál fæst í Byggt og búið í Kringlunni.

HINDBER — RJÓMAÍSEFTIRRÉTTIR

.

KitchenAid ísskál fæst í Byggt og búið í Kringlunni

Hindberjaís í ísvél

1 ds kókosmjólk
2-3 msk sykur
½ tsk salt
½ tsk vanilla
1,5 dl hindber
Setjið kókosmjólk, sykur, salt og vanillu í ísvélina og látið hana ganga í 20-25 mín. Skerið hindberin í tvennt og bætið saman við, blandið varlega saman við.

FLEIRI HINDBERJAUPPSKRIFTIR

.

Hindber

HINDBER — RJÓMAÍSEFTIRRÉTTIR

— HINDBERJAÍS Í ÍSGERÐARSKÁL —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Illt er að láta fólk bíða banhungrað sem kemur yfir fjallveg

Manni, sem kemur banhungraður yfir fjallveg, er hart að synja um matarbita, þó hann komi ekki einmitt matmálstímum og illt að láta hann bíða 2-3 klukkutíma eptir miðdegiskaffibollanum.

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916

Afternoon tea á Apótekinu

Afternoon tea á Apótekinu. Það er svo eftirminnilegt að fara í Afternoon tea og njóta í botn. Greinilegt er að Afternoon tea á Apótekinu hefur slegið hressilega í gegn. Þegar við prófuðum herlegheitin þá var fullt út úr dyrum og mikil og góð stemning á staðnum. Þjónustulipurt afgreiðslufólk með augu á hverjum fingri, snérist í kringum gesti.

Er matarboð framundan? Sex atriði sem gott er að hafa í huga

Borðsiðir og kurteisi taka breytingum með tímanum en hin almenna regla ekki; að taka tillit til annarra. Borðsiðir eru mikilvægir til þess að öllum líði vel hvort sem um er að ræða matarboð í heimahúsi eða málsverð á veitingahúsi.

Létt og gott andrúmsloft eru undirstaða borðsiða, en að auki er ekki verra að hafa hin praktísku atriði á hreinu, svo sem eins og að halda á glasi, hnífapörum og þess háttar, en það kemur samt aldrei í staðinn fyrir aðalatriðið, þ.e. hlýlegt og skemmtilegt andrúmsloft. Hér verður fjallað um praktísku hliðina, það veitir visst öryggi að hafa þessi atriði á hreinu, þau eru einföld, en eins og í öllu öðru, skapar æfingin meistarann.

SaveSave

SaveSave

SaveSave