Örnefni á Íslandi sem tengjast Frökkum og frönskum sjómönnum

Dugguvogur dalatangi mjóifjörður Tunnubotn Frakkagil og Frakkagilsá axarfjarðarheiði villingaá franskur sveinseyri tálknafjörður Franskaleiði krikaklöpp brimnesgerði franski melur frakkanes frakkavatn Kólonsgil, Kólonsfoss og Kólonsbotn frakkar franskir sjómenn frakkland fransmenn eyri fáskrúðsfjörður Frakkadalur frakki
Kólonsgil, Kólonsfoss og Kólonsbotn við bæinn Eyri í Fáskrúðsfirði. Mynd Karen Þórólfsdóttir

Örnefni á Íslandi sem tengjast Frökkum og frönskum sjómönnum

Á Fáskrúðsfirði eru nokkur örnefni sem tengjast frönskum sjómönnum, svo sem Skútuklöpp, Spítalalækur (áður Merkilækur), Krikaklöpp*, Krossar og Krossalækur, Kólonsgil, Kólonsbotn og Kólonsfoss**

FRANSKIR SJÓMENNFÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIRÖRNEFNI —

🇮🇸 🇫🇷

fáskrúðsfirði örnefni frökkum Eyri Brimnesgerði Krikaklöpp
Við bæinn Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði er Krikaklöpp****. Áin sem rennur þar hjá heitir Villingaá
Orðið frakki getur merkt „yfirhöfn”, „myglað hey”, „stórgert hey”, „lélegur gripur”, „ryðgaður hlutur” og svo Frakki „maður í/frá Frakklandi” (Íslensk orðabók, bls. 379). Orðið er til sem forliður nokkurra örnefna en ekki er vitað í hvaða merkingu það er hverju sinni. Örnefni eru a.m.k. þessi:

Frakkadalur er í landi Kletts og Seljalands í Gufudalssveit í A-Barð. Dalurinn gengur inn úr vestara horni Kollafjarðar. Þar var mikið heyskaparland. Þar hefur einnig verið bær, FrakkastaðirFrakkamýri er á Hjallahálsi í Gufudalssveit. Þar eru tjarnir með miklum gróðri. Nöfnin Frakkadalur og Frakkamýri eru kennd við Frakka Helgason í Þorskfirðinga sögu (Íslenzk fornrit XIII: 208).

Frakkanes skarðsströnd frakkavatn þykkvibærkollafjörður skarðsströnd stórtækt hey Fransmannahaugur svalvogur dýrafjörður hjallatangavík fransmannsleiði franskmannakriki franskmannskriki flekkuvík vaatnsleysuströnd
Frakkadalur í Gufudalssveit í A-Barðastrandasýslu

Frakkanes Bær á Skarðsströnd í Dal. (Íslenzkt fornbréfasafn VII:244 (1495)).

Frakkavatn er ofan við Þykkvabæ í Rang. Heyskapur var stundaður við vatnið. Það var sagður mikill frakki í vatninu og á bökkum þess (Íslenzk fornrit XIII, formáli, bls. CXXII).

Hugsast getur að menn af frönsku þjóðerni hafi verið í Kollafirði og á Skarðsströnd en síður í Holtunum, þar sem merkingin „stórgert hey” væri líklegri.

En Frakkar koma við sögu í örnefnum, þar sem þeir eru líka nefndir Fransmenn. Margir franskir sjómenn fórust hér við land eins og kunnugt er og eru örnefni dregin af legstað þeirra hér:

Fransmannahaugur er í Svalvogum í Dýrafirði, upp af Hjallatangavík.
Fransmannsleiði er á Búlandsnesi eystra í S-Múl.
Franskmanna– eða Franskmannskriki er í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd.

Þá er lýsingarorðið franskur í nokkrum örnefnum, aðallega vestanlands:

Franskaleiði er dys í Krossadal í Tálknafirði og
Franskur (upphlaðið leiði með krossi á) á Suðureyri við Tálknafjörð.

Franskabúð, torfbær á Eyrartúni í Skutulsfirði. Í örnefnaskrá kemur fram að húsið hafi verið rifið fyrir konungskomuna 1907 en á Tímarit.is kemur fram að húsið hafi verið fánum skrýtt árið 1909. Mynd: Ljósmyndasafn Ísafjarðar.

Franskabúð var torfbær á Eyrartúni í Skutulsfirði. Var rifinn fyrir konungskomuna 1907
Franskur heita klettar á Sveinseyri við Tálknafjörð þar sem sagt var að lík af frönskum manni hafi rekið.

Franskavík er á Búðum í við Kirkjufell á Grundarfirði. franskaleiði krossadalur tálknafjörður franskur suðureyri franskabúð torfbær eyraartúni konungskoman 1907
Franskavík er á Búðum í við Kirkjufell á Grundarfirði. Skjáskot: Já.is

Franskavík er á Búðum í við Kirkjufell á Grundarfirði.

Franskimelur í Neskaupstað. Þar eru grafnir franskir sjómenn. Skjáskot: já.is


Franskimelur er í Neskaupstað. Þar eru grafnir franskir sjómenn.
Franskanef er og örnefni í landi Hamragarða undir V-Eyjafjöllum en óljóst af hverju það er dregið.

Dugguvogur á Dalatanga. Dugguvogur er þröng rás alllöng þvert yfir klappirnar fremst á tanganum. Þar strandaði frönsk fiskiskúta í þoku og hægu veðri sumarið 1835. Mannbjörg varð, og bjargað var úr skipinu öllu lauslegu, þar á meðal tunnum, sem hlaðið var upp í Tunnubotni. Heimild: Árnastofnun

Frakkagil og Frakkagilsá***Á austanverðri Axarfjarðarheiði er djúpt klettagil norðan Hermundarfells. Klettasnasir sitt hvoru megin árinnar nefnast Þjófaklettar. Sagan segir að franskir sjómenn hafi gengið á land í Viðarvík og farið að smala fé bænda af Rauðanesi. Bændur, undir forystu sóknarprestsins, söfnuðu liði og handtóku Frakkana. Fluttu þá upp í gilið og hengdu á tré sem var lagt á milli klettanna. Síðan heitir þar Frakkagil og Frakkagilsá.

Líklegt er að fleiri örnefni séu í landinu sem vitni um veru franskra manna við landið og í því. Þið megið gjarnan senda mér línu ef þið vitið um fleiri. Netfangið er albert.eiriksson@gmail.com 

Örnefnasafn Árnastofnunar og fl.

**Í tíð afa Evu (Eva Indriðadóttir 1909-1992), Jóns Stefánssonar, og tengdasonar hans, Þorsteins Lúðvíkssonar, var mikill kunningsskapur á milli þeirra og frönsku sjómannanna. Þeir komu oft út að Eyri. Meðal þeirra var skipstjóri, sem hét Kólon, en hann settist ekki að drykkju með félögum sínum, hann fór upp meðfram ánni; þar eru mjög fögur gljúfur. Þar á meðal er djúpur botn, girtur klettum og blómabrekkum. Meðfram honum rennur áin, í henni er fagur foss, sem var hægt að ganga á bak við. Þar sat Kólon og lét sig dreyma. Síðan heitir fossinn Kólonsfoss og botninn Kólonsbotn. Heimild: Örnefnaskrá Eyrar

***Í útvarpsþáttunm Frakkneskir fiskimenn frá 2004 segir Óli Halldórsson (1923-1987) á Ytra-Lóni ólst upp á Gunnarsstöðum söguna af Frökkunum og Frakkagilsá. Upptakan er úr Safni Árna Magnússonar (16722).

Franskimelur neskaupstaður norðfjörður franskanef hamragarðar frakkagil frakkagilsá aaxarfjarðarheiði hermundarfell þjófaklettar viðarvík rauðanes
***Um Frakkagil og Frakkagilsá úr Morgunblaðinu frá 30.1.1981
Pêcheurs D' Islande
*Krikaklöpp í landi Brimnesgerðis á Fáskrúðsfirði. Úr örnefnalýsingu
****Pálmi Jóhannesson sendi skjáskotið og meðfylgjandi texta: Mér dettur eitt í hug varðandi örnefnið Kríkaklöpp, að í frönsku er til orðið „crique“, um litla vík eða vog. Þetta orð er raunar komið úr norrænu, „kriki“. Myndin sem þú birtir frá þessum stað, sýnir einmitt litla klettavík.

FRANSKIR SJÓMENNFÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIRÖRNEFNI —

🇮🇸 🇫🇷

— FRÖNSK ÖRNEFNI Á ÍSLANDI —

🇮🇸 🇫🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.