Kaldhefaðar bollur

Kaldhefaðar bollur MARÍA GUÐJÓNSDÓTTIR færeyjar færeyskur matur MÆJA GUÐJÓNS NESKAUPSTAÐUR NORÐFJÖRÐUR GERBOLLUR GERBAKSTUR
Kaldhefaðar bollur

Kaldhefaðar bollur

María frænka mín í Neskaupstað er afar flink í eldhúsinu. Um daginn bakaði hún færeyskar gerbollur og sendi mér mynd og uppskrift á færeysku. Það er skemmtilega ögrandi að þýða færeyskuna yfir á íslensku. Heitið á bollunum stóð aðeins í mér: Kaltgingnir bollar og líka: „Set at ganga í køliskápinum ella spískamarinum um náttina” En Spískamar er búr 🙂

FÆREYJARBRAUÐMARÍA GUÐJÓNS — NESKAUPSTAÐUR

.

Kaldhefaðar bollur

2,5 dl haframjöl
6 dl grahamshveiti
6 dl hveiti
6,5 dl volgt vatn
1/4 dl olía
1,5 tsk hunang
2 tsk sjávarsalt
25 g ger
1 dl sesamfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
um 2 dl af sólblómafræjum og 2 dl af graskersfræjum á bollurnar.

Blandið saman geri, vatni og olíu í skál. Bætið við salti, hveiti og hafragrjónum. Látið loks fræ og blandið vel saman.

Geymið í ísskáp yfir nótt.

Daginn eftir: Hitið ofninn í 200°C. Laggið bökunarpappír í bökunarpötu og stráið aðeins af sólblómafræjum þar á. Mótið bollur með matseið. Gott er að hafa 2 cm milli bollanna. Stráið fræjunum yfir og þjappið niður í bollurnar. Bakið í 20-25 mínútur,

.

FÆREYJARBRAUÐMARÍA GUÐJÓNS — NESKAUPSTAÐUR

— KALDHEFAÐAR BOLLUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu

 Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu. Nathalía Druzin Halldórsdóttir söngkona og starfsmaður Íslensku óperunnar var í óðaönn að undirbúa frumsýningu Mannsraddarinnar þegar ég rak inn nefið á dögunum. Auðvitað var hún til í að gefa uppskrift af þessu bragðgóða og holla salati. Aðspurð hvort salatið ætti sér einhverja sögu svaraði hún „Í raun bara þá að auka inntöku á baunum og síðan hef ég alltaf verið mjög hrifin af bóghveitigrjónum þ.a saman er þetta snilld ef maður vill hugsa um heilsuna 🙂
Bóghveiti gefur mikið magnsium í kroppinn"

Þrjár bestu smákökurnar árið 2016

Vinningssmákökur2016

Þrjár bestu smákökurnar árið 2016. Þessar þrjár komust á verðlaunapall í smákökusamkeppni Kornax í ár. Hver annari betri. Það er skemmtileg hefð að baka fyrir jólin, höldum því áfram. Bökum á aðventunni :)

Vanillu extrakt

Vanillu extract ætti að vera til á öllum heimilum. Vanillusykur og vanilludroparnir gömlu góðu komast ekki í hálfkvist við vanillu extract. Þetta er frekar þægilegt að útbúa og kjörið að setja í litlar flöskur og gefa í tækifærisgjafir.