Heilsukaka Hildar Eirar

Heilsukaka Hildar Eirar hildur eir bolladóttir AKUREYRI múslí
Heilsukaka Hildar Eirar

Heilsukaka Hildar Eirar

Í eftirrétt er kjörið að útbúa heilsuköku frá Hildi Eir „kakan er mín eigin uppfinning en eftir margra ára baráttu við sykurfíkn og marengsmartraðir þá varð hún til”

AKUREYRIKAFFIMEÐLÆTIEFTIRRÉTTIR

.

Heilsukaka Hildar Eirar

Botn:

1 1/2 b Granólamúslí

100 g smjör, brætt

Fylling

1/4 l rjómi

1 ds Grísk jógúrt frá Örnu

2 msk sykurlaus rifsberja eða jarðarberjasulta frá St. Dalfour

Blandið saman Granóla og bræddu smjöri og þjappið form. Stífþeytið rjóma og bætið jógúrt saman við og sultunni. Setjið yfir botninn og skreytið með berjum. Geymið í frysti í um klst áður en kakan er borin fram.

Heilsukaka Hildar Eirar

.

AKUREYRIKAFFIMEÐLÆTIEFTIRRÉTTIR

— HEILSUKAKA HILDAR EIRAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Brauðsúpa, gamaldags, góð brauðsúpa frá Láru Vigga

Brauðsúpa, gamaldags góð brauðsúpa frá Láru Vigga. Svei mér þá, ég held að langflestir sem ég þekki eigi góðar minningar frá rúgbrauðssúpum á árum áður. Dugnaðarhjónin Björg Hjelm og Óðinn Magnason reka Café Sumarlínu á Fáskrúðsfirði og hafa gert í fjölmörg ár. Þegar ég bað Björgu um að vera gestabloggari var ég viss um að hún mundi útbúa tertu, þið vitið svona tertu með gómsætu kremi og ýmsu góðu því hún er m.a. fræg fyrir terturbakstur. En ég veit að brauðsúpan sem hún útbjó eftir uppskrift, og með góðri aðstoð mömmu sinnar er ljúffeng og bragðast afar vel.

Grænmetislasagna Dóru Emils

Lasagna

Lasagna Dóru Emils. Satt best að segja er það Dóru að þakka að ég fékk áhuga á grænmetisfæði hún er afar fær á því sviði. Í mínu ungdæmi var svona matur kallaður gras og mikið hlegið að grænmetisætunni Fríðu Fennel í þættinum "Gættu að hvað þú gerir maður" En nú er öldin aldeilis önnur og við vitum að grænmeti gerir okkur gott enda eru fleiri og fleiri sem taka mataræði sitt í gegn.