Viðbeinsbrot grær með góðri aðstoð

VIÐBEINSBROT kollagen

Viðbeinsbrot grær með góðri aðstoð.

Nú er mánuður síðan ég tvíviðbeinsbrotnaði í reiðhjólaslysi. Nokkrum dögum síðar fór ég í aðgerð og hef síðan þá tekið því rólega og verið til lítilla verka með vinstri hendina í fatla.

Satt best hef ég afar litla reynslu af sjúkrahússdvöl, skurðstofum eða annarri slíkri þjónustu. Öll þjónusta og framkoma starfsfólks Landspítalans var til fyrirmyndar, ljúfmannleg, lipur og þægileg. Strax og ég komst nokkuð til nútímans var ég harðákveðinn í að taka inn fæðubótarefni (sem mætti kalla fóðurbæti) sem gæti hjálpað gróandanum. Áður hef ég skrifað um KOLLAGEN sem er sannkallað kraftaverkaprótein, það er tandurhreint og án uppfyllingarefna.

Með Söndru í Heilsu og útliti

Sandra í Heilsu og útliti hafði samband og bauð okkur Bergþóri í sogæðameðferð og setti á okkur súrefnishjálma á meðan við lágum á bekknum. Til að kóróna allt þá fengum við hjá henni Power Cocktail frá FitLine sem er eins og besta orkuskot, unnið út grænmeti og saman við settum við extra skammt af B-Vítamíni. Þess utan var glas af Mysu á hverjum degi og góður skammtur af D-Vítamíni.

Andri Björn klippir einbeittur sjúkrahúsbandið af frænda sínum

Það ætlar sér enginn að lenda í slysi, manni er svolítið kippt úr daglega lífinu og þá reynir á. Mikið óskaplega er ég þakklátur fyrir öll símtölin, kveðjurnar, bíltúra, kaffihúsaferðir, Pálínu-Vinkvennakaffi, spádóm, Bergþór minn og ekki síst heimsóknirnar (gleymdi oftast að taka myndir). Allt þetta styttir stundir og dreifir huganum frá verkjum og óþarfa áhyggjum. Ánægjulegt er að upplifa kærleik og hlýju fólks þegar svona stendur á. Kannski ættum við að sýna hann oftar, ekki bara eftir slys eða við veikindi.

PÁLÍNUBOÐ – VINKVENNAKAFFIVILDÍS OG CHARLESBERTASJÚKRASÖGUR

.

Charles og Vildís komu með pitsur. — VILDÍS OG CHARLES
Svanur og Berta komu með nýbakaðar bollur með ýmsu góðgæti og kók í gleri sem á víst að lækna allt hratt og vel. — BERTA
Þrátt fyrir verki og annað tengt slysinu gat ég ekki sleppt aldarafmæli þórunnar móðursystur Bergþórs

Sjúkrasögur:

Það er bara eitt sem mig langar að segja í lokin; Sleppum því að deila sjúkrasögum með fárveiku fólki. Slíkar sögur eru hvorki upplífgandi né hughreystandi.

SJÚKRASÖGUR

.

Fyrir nokkrum árum lenti ég í reiðhjólaslysi. Bíllinn sem sést hægra megin á myndinni var að beygja til hægri inn á Nóatún og stoppaði svo ég kæmist yfir á grænu ljósi. Þá kom strætisvagn á ógnarhraða, fór aftan á jeppann sem hentist á mig. Þá eins og núna var ég með hjálm sem bjargaði öllu. Viljið þið hvetja alla til að hjóla með hjálma, líka fólk sem þið þekkið ekki.

.

— VIÐBEINSBROTIÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.