Hindberjabakan góða

Hindberjabakan góða Bergdís Ýr Guðmundsdóttir hindber baka berjabaka ber
Hindberjabakan góða

Hindberjabakan góða

Uppskrift af botni og loki:
1 bolli ósaltað smjör (kalt, skorið í teninga)
2 ½ bolli hveiti
1 tsk salt
6-8 msk ískalt vatn

Hitið ofninn í 220°C Blandið saman smjöri, hveiti og salti með höndunum, mikilvægt er að mylja smjörið vel niður svo að hvergi séu “smjörklessur” í deiginu. Bleytið svo upp í deiginu með vatninu, gætið þess að það sé ískalt. Ég nota alltaf nær allt vatnið. Fletjið út helminginn af deiginu á hveitistráðum fleti (gætið þess þó að nota ekki of mikið hveiti). Ég nota yfirleitt bökunarpappír á milli deigs og kökukeflis svo deigið festist ekki við kökukeflið. Setjið deigið á bökuformið ykkar, deigið á að ná upp kanta formsins og út á barma þess. Kælið bæði bökubotninn og hinn helming deigsins á meðan fyllingin er gerð.

Fylling:
5 bollar frosin hindber (látið þau svo þiðna, gott að taka út daginn áður og geyma í ísskáp)
2/3 bolli strásykur
1 msk sítrónusafi
4 msk maízenamjöl
Hrærið öllu saman með sleif (engan hamagang, bara rólega) og hellið á bökubotninn. Fletjið út bökulokið og skerið út fallegt mynstur (eða ljótt) svo gufan úr bökufyllingunni komist út við bakstur. Setjið bökulokið ofan á bökuna, lokið á að ná yfir barma formsins líkt og bökubotninn. Þrýstið saman bökubotninum og bökulokinu á börmum formsins með gaffli. Hyljið barmana með álpappir til þess að þeir brenni ekki.

Bakið bökuna í miðjum ofni við 220°c í 10 mínútur. Lækkið svo hitann í 175°C og bakið í 30-40 mínútur til viðbótar. Bakan er bæði góð heit og köld, t.d. með rjóma eða ís.

„Í sumum amerískum uppskriftum af hindberjabökum er kanill í fyllingunni auk sítrónusafa – ég skora á þann sem bakar eftir þessari uppskrift að prufa að bæta við eins og einni teskeið eða svo” segir Bergdís frænka mín kom með Hindberjabökuna góðu í árlegt Vinkvennakaffi

HINDBERTERTURVINKVENNAKAFFIBERGDÍS ÝR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvernig á alls ekki að hegða sér á jólahlaðborði?

Nú fer að bresta á með jóla­hlaðborðum og marg­ur veit­ingamaður­inn far­inn að signa sig við til­hugs­un­ina. Hinn stórfíni matarvefur Morgunblaðsins birti pistil um hvernig á ekki að haga sér á jólahlaðborðunum sem eru að mörgu leiti mjög áhuga­vert fyr­ir­bæri en þar mætir fólk og gæðir sér á því allra besta sem jól­in hafa upp á að bjóða. Flest­ir haga sér vel og oft­ast geng­ur kvöldið vel fyr­ir sig en samt eru ákveðnar týp­ur sem mæta alltaf í veisl­una og þær eru:

Rabbar barinn – Hlemmur mathöll

Rabbar-barinn á Hlemmi mathöll. Bryndís Sveinsdóttir eigandi tók á móti mér með brosi á vör. Á hverjum morgni fær hún ferskt grænmeti frá íslenskum bændum. Hjá henni er hægt að fá þrjár tegundir af súpum daglega sem framreiddar eru í umhverfisvænum umbúðum. Auk þess er boðið upp á undurgóðar grillaðar humarsamlokur með basildress­ingu, bei­koni og græn­meti. Dásemd samlokanna spyrst hratt út og þann stutta tíma sem ég staldraði við á Rabbar-barnum komu tveir eða þrír starfsmenn í húsinu til að fá samlokurnar góðu.