Hindberjabakan góða

Hindberjabakan góða Bergdís Ýr Guðmundsdóttir hindber baka berjabaka ber
Hindberjabakan góða

Hindberjabakan góða

Uppskrift af botni og loki:
1 bolli ósaltað smjör (kalt, skorið í teninga)
2 ½ bolli hveiti
1 tsk salt
6-8 msk ískalt vatn

Hitið ofninn í 220°C Blandið saman smjöri, hveiti og salti með höndunum, mikilvægt er að mylja smjörið vel niður svo að hvergi séu “smjörklessur” í deiginu. Bleytið svo upp í deiginu með vatninu, gætið þess að það sé ískalt. Ég nota alltaf nær allt vatnið. Fletjið út helminginn af deiginu á hveitistráðum fleti (gætið þess þó að nota ekki of mikið hveiti). Ég nota yfirleitt bökunarpappír á milli deigs og kökukeflis svo deigið festist ekki við kökukeflið. Setjið deigið á bökuformið ykkar, deigið á að ná upp kanta formsins og út á barma þess. Kælið bæði bökubotninn og hinn helming deigsins á meðan fyllingin er gerð.

Fylling:
5 bollar frosin hindber (látið þau svo þiðna, gott að taka út daginn áður og geyma í ísskáp)
2/3 bolli strásykur
1 msk sítrónusafi
4 msk maízenamjöl
Hrærið öllu saman með sleif (engan hamagang, bara rólega) og hellið á bökubotninn. Fletjið út bökulokið og skerið út fallegt mynstur (eða ljótt) svo gufan úr bökufyllingunni komist út við bakstur. Setjið bökulokið ofan á bökuna, lokið á að ná yfir barma formsins líkt og bökubotninn. Þrýstið saman bökubotninum og bökulokinu á börmum formsins með gaffli. Hyljið barmana með álpappir til þess að þeir brenni ekki.

Bakið bökuna í miðjum ofni við 220°c í 10 mínútur. Lækkið svo hitann í 175°C og bakið í 30-40 mínútur til viðbótar. Bakan er bæði góð heit og köld, t.d. með rjóma eða ís.

„Í sumum amerískum uppskriftum af hindberjabökum er kanill í fyllingunni auk sítrónusafa – ég skora á þann sem bakar eftir þessari uppskrift að prufa að bæta við eins og einni teskeið eða svo” segir Bergdís frænka mín kom með Hindberjabökuna góðu í árlegt Vinkvennakaffi

HINDBERTERTURVINKVENNAKAFFIBERGDÍS ÝR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.