Auglýsing
Hindberjabakan góða Bergdís Ýr Guðmundsdóttir hindber baka berjabaka ber
Hindberjabakan góða

Hindberjabakan góða

Uppskrift af botni og loki:
1 bolli ósaltað smjör (kalt, skorið í teninga)
2 ½ bolli hveiti
1 tsk salt
6-8 msk ískalt vatn

Hitið ofninn í 220°C Blandið saman smjöri, hveiti og salti með höndunum, mikilvægt er að mylja smjörið vel niður svo að hvergi séu “smjörklessur” í deiginu. Bleytið svo upp í deiginu með vatninu, gætið þess að það sé ískalt. Ég nota alltaf nær allt vatnið. Fletjið út helminginn af deiginu á hveitistráðum fleti (gætið þess þó að nota ekki of mikið hveiti). Ég nota yfirleitt bökunarpappír á milli deigs og kökukeflis svo deigið festist ekki við kökukeflið. Setjið deigið á bökuformið ykkar, deigið á að ná upp kanta formsins og út á barma þess. Kælið bæði bökubotninn og hinn helming deigsins á meðan fyllingin er gerð.

Fylling:
5 bollar frosin hindber (látið þau svo þiðna, gott að taka út daginn áður og geyma í ísskáp)
2/3 bolli strásykur
1 msk sítrónusafi
4 msk maízenamjöl
Hrærið öllu saman með sleif (engan hamagang, bara rólega) og hellið á bökubotninn. Fletjið út bökulokið og skerið út fallegt mynstur (eða ljótt) svo gufan úr bökufyllingunni komist út við bakstur. Setjið bökulokið ofan á bökuna, lokið á að ná yfir barma formsins líkt og bökubotninn. Þrýstið saman bökubotninum og bökulokinu á börmum formsins með gaffli. Hyljið barmana með álpappir til þess að þeir brenni ekki.

Bakið bökuna í miðjum ofni við 220°c í 10 mínútur. Lækkið svo hitann í 175°C og bakið í 30-40 mínútur til viðbótar. Bakan er bæði góð heit og köld, t.d. með rjóma eða ís.

„Í sumum amerískum uppskriftum af hindberjabökum er kanill í fyllingunni auk sítrónusafa – ég skora á þann sem bakar eftir þessari uppskrift að prufa að bæta við eins og einni teskeið eða svo” segir Bergdís frænka mín kom með Hindberjabökuna góðu í árlegt Vinkvennakaffi

HINDBERTERTURVINKVENNAKAFFIBERGDÍS ÝR

.

Auglýsing