Rösti grænmetisvefja með skinku og smurosti

kjartan örn Rösti grænmetisvefja með skinku og smurosti glútenlaus án hveitis hveitilaus skina
Rösti grænmetisvefja með skinku og smurosti

Rösti grænmetisvefja með skinku og smurosti

Rösti grænmetisvefja með skinku og smurosti, hún er með öllu glútenlaus og afar bragðgóð eins og annað sem kemur frá Kjartani Erni.

KJARTAN ÖRN

.

Rösti grænmetisvefja með skinku og smurosti

Rösti grænmetisvefja með skinku og smurosti

3 kartöflur
3 gulrætur
1 laukur
1 dl saxaður graslaukur
2 egg
1/2 bolli rifinn ostur
Provancekrydd eða timian
salt og pipar

Fylling:
200 g Philadelphia kryddsmurostur
2 msk hreint skyr
200 g skinka
1 dl rifinn ostur

Rífið kartöflur, gulrætur og lauk. Brjótið egg í skál og bætið kryddum saman við. Hellið yfir grænmetið og bætið rifan ostinum við.
Blandið vel saman. Leggið bökunarpappír í ofnskúffu og dreifið blöndunni þar á og jafnið.
Bakið við 185°C í 30 mínútur
Takið úr ofninum. Blandið saman smurosti og skyri og smyrjið yfir. Leggið skinkuna á og rúllið upp.
Stráið rifnum osti yfir og bakið í 10 mín við háan(210°C) hita eða á grill.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ómótstæðileg kókosbollusæla – það er engin leið að hætta

Ómótstæðileg kókosbollusæla - svo er hún bara svo ótrúlega holl (grín)
Árlegt dömukaffiboð var hér á dögunum, þessi boð eru kjörin til að prófa nýtt kaffimeðlæti. Auðvitað má nota hvaða ávexti sem er saman við rjómann. Eina ástæðan fyrir því að ég valdi jarðarber, hindber, mangó og vínber eru fallegir litir. Yfir fór fagurgult heimagert Sítrónusmjör. Ef þið eigið ykkur uppáhalds súkkulaði má gjarnan bæta því við. Kjörið kaffimeðlæti eða eftirréttur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Grilluð samloka

Grilluð samloka

Grilluð samloka. Bragðgóð og holl samloka sem gott er að grípa til þegar hungrið segir til sín. Auðvitað má nota grænt pestó á báðar sneiðarnar eða þá rautt pestó á báðar.

Fyrri færsla
Næsta færsla