Marengsterta

Marengsterta marengs kornflex botn rjómi ávextir
Marengsterta

Marengsterta

Marengsbotnar:
6 eggjahvítur
2 ½ dl sykur
½ dl púðusykur
3 bollar kornflex

Aðferð: Stífþeytið eggjahvítur, sykur og púðursykur. Bætið við kornflexi í lokin. Setjið á tvær plötur klæddar bökunarpappír, tvo jafnstóra hringi. Bakið á 130° í um 2 ½ klst. Látið kólna.

Súkkulaði:

200 g suðusúkkulaði
35 g smjör
2 eggjarauður
Rjómi

Aðferð: Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti á vægum hita takið af hellunni og látið kólna aðeins og setjið svo eggjarauður útí. Hrærið þar til allt er orðið vel blandað saman. Þynnið að vild með rjóma. ( misjafnt hvernig hver og einn vill hafa súkkulaðið).

Fylling:
7 dl rjómi
2 meðalstór epli
1 pk af súkkulaðihjúpuðu Oreokexi – saxað
10 stk jarðarber (meðalstór)

Aðferð:
Stífþeytið rjómann. saxið epli, jarðarber og Oreokex og bætið saman við. Setjið annann botninn á tertudisk, setjið súkkulaðið yfir þann botn svo rjómafyllinguna þar á og loks hinn botninn ofan á. Dreyfið súkkulaðinu yfir og skreytið með bláberjum, jarðarberjum.

Marengstertan var á boðstólnum ásamt fleira góðgæti hjá Kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit.

MARENGS — TERTURAKUREYRI

Kaffiveisla hjá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit
Kaffiveisla hjá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit

— MARENGSTERTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Langabúð á Djúpavogi

Langabúð á Djúpavogi. Þegar okkur bar að garði í Löngubúð á Djúpavogi var þar fullt út úr dyrum af ferðamönnum sem streymdu inn svangir og fóru út alsælir eftir góðar og matarmiklar súpur. Það var ánægjulegt að sjá hve vel afgreiðslan gekk fyrir sig, sama og engin bið og fólk sem pantaði sér kaffi og með því fékk hvort tveggja strax við afgreiðsluborðið. Ester vert í Löngbúð tók á móti okkur sagði frá starfseminni, umhverfinu og staðnum.