Auglýsing
Marengsterta marengs kornflex botn rjómi ávextir
Marengsterta

Marengsterta

Marengsbotnar:
6 eggjahvítur
2 ½ dl sykur
½ dl púðusykur
3 bollar kornflex

Aðferð: Stífþeytið eggjahvítur, sykur og púðursykur. Bætið við kornflexi í lokin. Setjið á tvær plötur klæddar bökunarpappír, tvo jafnstóra hringi. Bakið á 130° í um 2 ½ klst. Látið kólna.

Súkkulaði:

200 g suðusúkkulaði
35 g smjör
2 eggjarauður
Rjómi

Aðferð: Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti á vægum hita takið af hellunni og látið kólna aðeins og setjið svo eggjarauður útí. Hrærið þar til allt er orðið vel blandað saman. Þynnið að vild með rjóma. ( misjafnt hvernig hver og einn vill hafa súkkulaðið).

Fylling:
7 dl rjómi
2 meðalstór epli
1 pk af súkkulaðihjúpuðu Oreokexi – saxað
10 stk jarðarber (meðalstór)

Aðferð:
Stífþeytið rjómann. saxið epli, jarðarber og Oreokex og bætið saman við. Setjið annann botninn á tertudisk, setjið súkkulaðið yfir þann botn svo rjómafyllinguna þar á og loks hinn botninn ofan á. Dreyfið súkkulaðinu yfir og skreytið með bláberjum, jarðarberjum.

Marengstertan var á boðstólnum ásamt fleira góðgæti hjá Kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit.

MARENGS — TERTURAKUREYRI

Kaffiveisla hjá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit
Kaffiveisla hjá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit

— MARENGSTERTA —

Auglýsing