Möndlu- og sítrónuterta. Beint á topp fimm yfir mínar uppáhaldstertur. Þessi terta er einfaldlega mjög góð, mjög mjög góð.
— MÖNDLUTERTUR — SÍTRÓNUR —
.
Möndlu- og sítrónuterta
200 g lint smjör
2/3 b sykur
3 egg
börkur af einni sítrónu
safi úr hálfri sítrónu
1 b hveiti
1 b möndlumjöl
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1/4 b möndluflögur
Amarettosíróp:
1 dl Amaretto líkjör
1-2 msk sykur
safi úr 1/2 sítrónu
1 msk olía
Börkur af hálfri sítrónu
Kakan: Þeytið vel saman smjör og sykur, bætið við eggjum einu og einu í einu. Þvínæst sítrónuberki, sítrónusafa, hveiti, möndlumjöli, lyftidufti og salti. Hrærið saman.
Bakið við 180°C í 25-30 mín. Takið úr ofninum og látið kólna í um hálftíma áður en sírópinu er hellt yfir.
Amarettosíróp: setjið Amaretto, sykur, sítrónusafa og olíu í pott og sjóðið niður um rúmlega helming. Setjið sítrónubörk saman við síðustu mínútuna. Hellið yfir kökuna og stráið möndluflögunum yfir.
.