Möndlu- og sítrónuterta

Möndlu- og sítrónuterta terta kaka möndlukaka sítróna Silla Páls
Möndlu- og sítrónuterta. Mynd Silla Páls

Möndlu- og sítrónuterta. Beint á topp fimm yfir mínar uppáhaldstertur. Þessi terta er einfaldlega mjög góð, mjög mjög góð.

MÖNDLUTERTURSÍTRÓNUR

.

Möndlu- og sítrónuterta

200 g lint smjör
2/3 b sykur
3 egg
börkur af einni sítrónu
safi úr hálfri sítrónu
1 b hveiti
1 b möndlumjöl
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt

1/4 b möndluflögur

Amarettosíróp:
1 dl Amaretto líkjör
1-2 msk sykur
safi úr 1/2 sítrónu
1 msk olía

Börkur af hálfri sítrónu

Kakan: Þeytið vel saman smjör og sykur, bætið við eggjum einu og einu í einu. Þvínæst sítrónuberki, sítrónusafa, hveiti, möndlumjöli, lyftidufti og salti. Hrærið saman.
Bakið við 180°C í 25-30 mín. Takið úr ofninum og látið kólna í um hálftíma áður en sírópinu er hellt yfir.
Amarettosíróp: setjið Amaretto, sykur, sítrónusafa og olíu í pott og sjóðið niður um rúmlega helming. Setjið sítrónubörk saman við síðustu mínútuna. Hellið yfir kökuna og stráið möndluflögunum yfir.

Möndlu- og sítrónuterta. Mynd Silla Páls

— MÖNDLU- OG SÍTRÓNUTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Borðum möndlur og hnetur

Valhnetur Omega 3

HNETUR OG MÖNDLUR  eru hollustufæði.. Rannsókn var gerð á heilsufari 86.016 hjúkrunarfræðinga, yfir 14 ára tímabil. Þessi rannsókn leyddi í ljós að þær sem að borðuðu lúkufylli af hnetum á dag, fimm daga vikunnar, drógu verulega úr líkum þess að fá hjartasjúkdóma. Tíðni dauðsfalla vegna þeirra lækkaði um 35% í hópi þeirra hjúkrunarfræðinga sem borðuðu þetta magn af hnetum og einnig var líkamsvigt þeirra lægri en þeirra sem að ekki borðuðu hnetur.