Möndlu- og sítrónuterta

Möndlu- og sítrónuterta terta kaka möndlukaka sítróna Silla Páls
Möndlu- og sítrónuterta. Mynd Silla Páls

Möndlu- og sítrónuterta. Beint á topp fimm yfir mínar uppáhaldstertur. Þessi terta er einfaldlega mjög góð, mjög mjög góð.

MÖNDLUTERTURSÍTRÓNUR

.

Möndlu- og sítrónuterta

200 g lint smjör
2/3 b sykur
3 egg
börkur af einni sítrónu
safi úr hálfri sítrónu
1 b hveiti
1 b möndlumjöl
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt

1/4 b möndluflögur

Amarettosíróp:
1 dl Amaretto líkjör
1-2 msk sykur
safi úr 1/2 sítrónu
1 msk olía

Börkur af hálfri sítrónu

Kakan: Þeytið vel saman smjör og sykur, bætið við eggjum einu og einu í einu. Þvínæst sítrónuberki, sítrónusafa, hveiti, möndlumjöli, lyftidufti og salti. Hrærið saman.
Bakið við 180°C í 25-30 mín. Takið úr ofninum og látið kólna í um hálftíma áður en sírópinu er hellt yfir.
Amarettosíróp: setjið Amaretto, sykur, sítrónusafa og olíu í pott og sjóðið niður um rúmlega helming. Setjið sítrónubörk saman við síðustu mínútuna. Hellið yfir kökuna og stráið möndluflögunum yfir.

Möndlu- og sítrónuterta. Mynd Silla Páls

— MÖNDLU- OG SÍTRÓNUTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Beituskúrinn í Neskaupstað – besta fiskipanna á landinu

Beituskúrinn í Neskaupstað - besta fiskipanna á landinu. Hákon Hildibrand í Neskaupstað er hvergi banginn - hann lætur verkin tala. Fyrir nokkrum árum breytti Hákon og fjölskylda gamla kaupfélagshúsinu í bænum í Hótel Hildibrand. Síðasta sumar opnuðu þau veitingastað í nýuppgerðum beitningaskúr, í flæðarmálinu í miðjum bænum. Það er ánægjulegt að sjá hvernig gamall andi skúrsins er allt um kring og fjölmörg áhöld og annað sem var í skúrnum er notað sem skraut.

Döðlur með Gorgonzola

P1013662

Döðlur með Gorgonzola. Uppáhaldsosturinn minn um þessar mundir (og alla þessa öld...) er Gorgonzola, silkimjúkur, örlítið saltur og dásamlega bragðgóður þegar hann er passlega þroskaður. Þó Gorgonzolafylltar döðlur hljómi etv framandi í sumra eyrum, ættuð þið að prófa. Það er auðveldast að eiga við döðlurnar í kössunum, þær eru passlega mjúkar. Döðlurnar má útbúa með nokkurra klst fyrirvara og bera fram við stofuhita (eldhússhita).