Matarþáttur Húsfreyjunnar

Silla páls ljósmyndri sætabrauðsdrengirnir húsfreyjan tímarit ritnefnd Kristín linda ritstjóri
Albert skenkir Sillu ljósmyndar kaffi

Matarþáttur Húsfreyjunnar

Í vel á þriðja ár hef ég séð um matarþátt Húsfreyjunnar sem Silla Páls hefur myndað af mikilli natni. Nú er komið að tímamótum og við höfum skilað af okkur efninu í síðasta matarþáttinn. Jafnréttið verður að ganga í báðar áttir, í sjötíu ára sögu Húsfreyjunnar fæ ég þann heiður að vera fyrsti karlmaðurinn til að skrifa í blaðið. Allt hefur þetta verið hið ánægjulegasta viðfangsefni. Auk þess að birta fjölmargar uppskriftir í hverju blaði, haldið jólaboð og dömuboð, hafa verið pistlar um kurteisi, góða siði og ýmislegt annað. Bestu þakkir fyrir mig, Silla ljósmyndari, Kristín Linda ritstjóri og ritnefnd Húsfreyjunnar.

.

NOKKRAR AF MYNDUM SILLUHÚSFREYJANSÆTABRAUÐSDRENGIRNIRÁVEXTIR MEÐ DAIMRJÓMA

.

Síðasta myndatakan fyrir matarþátt Húsfreyjunnar fór fram um helgina og Sætabrauðsdrengirnir komu tóku hraustlega til matar síns að lokinni töku
Albert og Silla drekka kaffi í sólinni á svölunum að aflokinni myndatöku. Á borðinu eru ávextir með Daim-rjóma

.

NOKKRAR AF MYNDUM SILLUHÚSFREYJANSÆTABRAUÐSDRENGIRNIRÁVEXTIR MEÐ DAIMRJÓMA

— MATARÞÁTTUR HÚSFREYJUNNAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tarte à la rhubarbe

Tarte à la rhubarbe. Til fjölda ára rak ég safn um franska sjómenn sem stunduðu sjóinn við Ísland í yfir þrjár aldir. Samhliða safninu var vinsælt sumarkaffihús. Alla daga í á annan áratug bakaði ég rabarbarapæ og borðaði amk tvær sneiðar á dag. Satt best að segja var ég orðinn svo þreyttur á að skrifa uppskriftina fyrir gesti að hún var gefin út á póskorti, bæði á íslensku og á frönsku. Þið megið gjarnan deila þessari uppskrift með frönskum, eða frönskumælandi vinum ykkar. Rabarbari er líka vinsæll í Frakklandi

SaveSave