Snittur með avókadó og reyktum laxi

Snittur með avókadó og reyktum laxi lárpera lax reyktur Silla Páls
Snittur með avókadó og reyktum laxi. Mynd Silla Páls

Snittur með avókadó og reyktum laxi

8-10 sneiðar af snittubrauði 2-3 msk olífuolía 2 harðsoðin egg 2 avókadó, marið með gaffli ⅓ agúrka, söxuð smátt 1 dl saxaður blaðlaukur eða rauðlaukur 2 msk mæjónes 1 smátt saxaður hvítlauksgeiri Salt og pipar 150-200 g lax Dill og rauðlaukur til skrauts

Brúnið brauðið í olíunni á vel heitri pönnu. Blandið saman eggjum, avókadó, gúrku, blaðlauk, mæjónesi, hvítlauk, salti og pipar. Látið bíða í ísskáp í amk klst. Setjið laxasneiðar ofan á brauðið og salatið þar ofan á. Skreytið með dilli og rauðlauk.

FLEIRI SNITTUR  — AVÓKADÓ  — REYKTUR LAX

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínudraumur konditorsins – algjör draumur

Appelsínudraumur

Appelsínudraumur konditorsins - Hannesarholt. Í miðborg Reykjavíkur í húsi Hannesar Hafstein, Hannesarholti, er stórfínn veitingastaður og kaffihús.  Síðustu vikur hef ég heyrt fjölmargt gott um þennan stað. Á dögunum fórum við í kaffi þangað og allt sem ég hafði heyrt áður kemur heim og saman. Afar fallegt umhverfi, gott með kaffinu og glæsilegt hús. Svo er einnig borinn fram hádegismatur, hollir og góðír grænmetisréttir, plokkfiskur, bökur og margt annað bragðgott. Andri konditormeistarsi staðarins veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta þessa uppskrift – en ef þið hafið ekki tök á að baka appelsínudrauminn þá er opið alla daga í Hannesarholti.

Matarborgin Búdapest – framhald

BÚDAPEST. Það segir þó nokkuð um borg/land ef maður fer þangað tvisvar á sama árinu. Sléttum sex mánuðum eftir að við fórum til Búdapest var haldið aftur þangað á vegum Heimsferða. Að þessu sinni fórum við Bergþór með hóp út að borða og annan í matargönguferð um miðborgina. Ótrúlega fjölbreytt matarborg sem kemur endalaust á óvart.