Grænkálssalat með eplum og bankabyggi

Grænkálssalat með eplum og bankabyggi grænkál feta fetaostur hollt salat gott salat epli bankabygg Dressing
Grænkálssalat með eplum og bankabyggi – hollt og bragðgott salat.

Grænkálssalat með eplum og bankabyggi

Grænkálssalat með eplum og bankabyggi er hollt og bragðgott salat sem á alltaf vel við – allt árið. Getur verið verið bæði sérréttur eða sem meðlæti.

.

— SALÖT — BANKABYGG DRESSINGAR

.

Grænkálssalat með eplum og bankabyggi

1/2 b bankabygg
4 b saxað grænkál
2 rauð epli, söxuð gróft
1 b valhnetur, saxaðar gróft
1/2 b trönuber
1/2 b fetaostur

Dressing
1/4 b ólífuolía
1/4 b sítrónusafi
1 msk hunang
1 msk Dijon sinnep
2 msk vatn
salt

Sjóðið bankabygg samkvæmt leiðbeiningum. Kælið
Blandið saman í skál bankabyggi, grænkáli, eplum, valhnetum og berjum.

Dressing: Setjið allt í glerkrukku og hristið vel saman. Hellið yfir salatið Bætið fetaostinum yfir, eða berið fram með, þegar salatið er sett á borðið.

GRÆNKÁLSSALAT MEÐ EPLUM OG BANKABYGGI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Spergilkáls salat

Spergilkáls salat. Grænmeti af krossblómaætt svo sem spergilkál, blómkál, næpur, rófur og hvítkál innihalda sérstaklega mikið af efnasamböndum sem styðja við ónæmiskerfi líkamans.

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings. Við Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur eða Beta eins og ég kalla hana erum búin að hittast reglulega frá því í haust með það að markmiði að skoða mataræði mitt og hvort hægt er að gera betur og þá hvernig. Ástæðan fyrir því að ég fór til Betu var ekki það að eitthvað væri að angra mig sérstaklega, heldur meira að mig langaði að gera sjá með aðstoð næringarfræðings hvort ég væri í alvöru að borða hollt og jafnvel gera nokkrar tilraunir. Við tókum þetta skref fyrir skref

Hvað er kurteisi?

Kurteisi

Hvað er kurteisi? Enginn ætti að gefa langar lýsingar af kvillum sínum meðan hann situr undir borðum - og forðast slíkt yfirleitt. Það er ógeðslegt og þreytandi og ætti ekki að leyfast, að fólk tali alltaf um veikindi sín og uppskurði - ekkert er leiðinlegra en hlusta á slíkar raunarollur