Húsavíkurgleði

Kvenfélagið í Mývatnssveit kvenfélagið á Húsavík Félag eldri borgara á Húsavík hlynur Lilja Skarphéðinsdóttir aðalbjörg Pálsdóttir fjöldasöngur kaffiveisla kvenfélagskonur
Frá vinstri Sólveig, Ingigerður, Ingunn, Fríða, Gígja og Sigrún

Húsavíkurgleði

Starfsemi kvenfélaga víða um land er með miklum ágætum og fer góðgerðaraðstoð þeirra í nærsamfélaginu ekki alltaf hátt. Það er óumdeilt að gagnsemi kvenfélaga fyrir þjóðina er afar mikilvægt. Á dögunum hittum við kvenfélagskonur á Húsavík og í Mývatnssveit, ásamt hópi eldri borgara á Húsavík í Hlyni, húsnæði félags eldri borgara. Húsvísku kvenfélagskonurnar sjá meðal annars um mjög fjölmennt árlegt þorrablót og útbúa sjálfar mæðradagsblóm og selja. Síðustu fjögur ár hafa eldri borgarar á Húsavík lyft Grettistaki og breytt illa förnu húsnæði í glæsilegan samkomusal – meira og minna allt unnið í sjálfboðavinnu.

HÚSAVÍK

.

Frá vinstri: Sigurlína, Kristrún, þórunn, Elínborg og Erla (við endann), Gréta, Ágústa, Hrafnhildur, Laufey og Unnur
Það þarf nú varla að taka það fram að veitingarnar í Hlyni glöddu okkur sérstaklega mikið og ég stóð á blístri….
Frá vinstri Jóhanna, Edda, Harpa, Hrafnhildur, Ólöf, Sigrún, Halla, Kolbrún, Hólmfríður og Gerður
Með Lilju Skarphéðinsdóttur formanni félags eldri borgara á Húsavík
Fjöldasöngur örvar og bætir meltinguna og léttir lundina

Með Aðalbjörgu Sigurðardóttur formanni Kvenfélags Húsavíkur
Lovísa, Steinunn Ósk, Anna Dóra, Rannveig, Sólveig, Hulda, Kristín, Svala, Guðrún og Laufey

Myndir Helga Dóra Helgadóttir og fleiri

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Flóran, café bistró

  Flóran 

Flóran, café bistró í Grasagarðinum. Margt hef ég lært af Marentzu Paulsen í gegnum árin, en leiðir okkar lágu saman fyrst við opnun kaffihúss á Egilsstöðum fyrir rúmlega tuttugu árum. Eitthvað gekk mér illa að muna nafnið hennar, en þá sagði hún glaðlega: Hugsaðu bara um marengstertu, þá geturðu ekki gleymt nafninu!

Döðluterta með miklu súkkulaði

Döðluterta með miklu súkkulaði. Þessa dagana er ég svagur fyrir rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Í kornflexkökurnar um daginn notaði ég það til helminga og kom mjög vel út. Bakaði döðlutertu og ákvað að setja extra mikið af súkkulaði og brytja það gróft.

Hægelduð kínóa og kókossúpa

Hægelduð kínóa og kókossúpa. Það er kjörið að setja allt í pottinn, láta suðuna koma upp og slökkva undir.  Síðan er ágætt að pakka pottinum vel inn í handklæði, svuntur, þurrkustykki og annað sem er við höndina. Þannig helst hitinn og súpan síður á meðan þið farið t.d. út að hlaupa eða hjóla. Hitinn helst alveg í nokkra klukkutíma með þessu móti.

Rabarbarapæ með marengs

Rabarbarapæ

Rabarbarapæ með marengs. Bústnir rabarbaraleggirnir eru nú fullvaxnir og bíða þess víða að verða teknir upp. Gamla góða rabarbarapæið stendur alltaf fyrir sínu - hér er komin eins konar hátíðarútgáfa af því. Í fimmtán ára afmæli Laufeyjar Birnu kom Vilborg frænka hennar með þetta líka fína rabarbarapæ með marengs.

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla