Frá vinstri Sólveig, Ingigerður, Ingunn, Fríða, Gígja og Sigrún
Húsavíkurgleði
Starfsemi kvenfélaga víða um land er með miklum ágætum og fer góðgerðaraðstoð þeirra í nærsamfélaginu ekki alltaf hátt. Það er óumdeilt að gagnsemi kvenfélaga fyrir þjóðina er afar mikilvægt. Á dögunum hittum við kvenfélagskonur á Húsavík og í Mývatnssveit, ásamt hópi eldri borgara á Húsavík í Hlyni, húsnæði félags eldri borgara. Húsvísku kvenfélagskonurnar sjá meðal annars um mjög fjölmennt árlegt þorrablót og útbúa sjálfar mæðradagsblóm og selja. Síðustu fjögur ár hafa eldri borgarar á Húsavík lyft Grettistaki og breytt illa förnu húsnæði í glæsilegan samkomusal – meira og minna allt unnið í sjálfboðavinnu.
Frá vinstri: Sigurlína, Kristrún, þórunn, Elínborg og Erla (við endann), Gréta, Ágústa, Hrafnhildur, Laufey og UnnurÞað þarf nú varla að taka það fram að veitingarnar í Hlyni glöddu okkur sérstaklega mikið og ég stóð á blístri….Frá vinstri Jóhanna, Edda, Harpa, Hrafnhildur, Ólöf, Sigrún, Halla, Kolbrún, Hólmfríður og GerðurMeð Lilju Skarphéðinsdóttur formanni félags eldri borgara á HúsavíkFjöldasöngur örvar og bætir meltinguna og léttir lundina
Með Aðalbjörgu Sigurðardóttur formanni Kvenfélags HúsavíkurLovísa, Steinunn Ósk, Anna Dóra, Rannveig, Sólveig, Hulda, Kristín, Svala, Guðrún og Laufey