
Húsavíkurgleði
Starfsemi kvenfélaga víða um land er með miklum ágætum og fer góðgerðaraðstoð þeirra í nærsamfélaginu ekki alltaf hátt. Það er óumdeilt að gagnsemi kvenfélaga fyrir þjóðina er afar mikilvægt. Á dögunum hittum við kvenfélagskonur á Húsavík og í Mývatnssveit, ásamt hópi eldri borgara á Húsavík í Hlyni, húsnæði félags eldri borgara. Húsvísku kvenfélagskonurnar sjá meðal annars um mjög fjölmennt árlegt þorrablót og útbúa sjálfar mæðradagsblóm og selja. Síðustu fjögur ár hafa eldri borgarar á Húsavík lyft Grettistaki og breytt illa förnu húsnæði í glæsilegan samkomusal – meira og minna allt unnið í sjálfboðavinnu.
— HÚSAVÍK —
.







Myndir Helga Dóra Helgadóttir og fleiri