Rifsberja-klessukaka

Albert og Jóhanna Gísladóttir. Rifsberja-klessukaka ættuð frá Svíþjóð rifsber kaka terta ber berjaeftirréttur
Rifsberja-klessukaka ættuð frá Svíþjóð

Jóhanna Gísladóttir á Seyðisfirði hélt veglega silungsveislu í sumar og á eftir var sænskættuð rifsberjaklessukaka.

SEYÐISFJÖRÐURJÓHANNA GÍSLADÓTTIRSILUNGURKLESSUKAKASVÍÞJÓÐ

.

Rifsberja-klessukaka ættuð frá Svíþjóð

100 g smjör
2 egg
2 dl strásykur
3 dl hveiti
½ tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur
1 plata gróft skorið hvítt súkkulaði
3 dl rauð rifsber
Bræðið smjörið og látið kólna aðeins meðan önnur hráefni eru tekin til. Blandið öllu hinu í skál og hrærið síðan saman ásamt smjörinu. Hellið deiginu í vel smurt bökunarform eða pæform, ca 25 cm í þvermál. Bakið neðarlega í 175 °C heitum ofni í 20-25 mínútur til að fá kökuna klessta. Ef þið viljið hana frekar seiga, bakast hún í 30-40 mínútur. Langbest er að bera kökuna fram volga með þeyttum rjóma.

— SILUNGURRIFSBERSEYÐISFJÖRÐUR —

Albert og Jóhanna Gísladóttir.

.

SEYÐISFJÖRÐURJÓHANNA GÍSLADÓTTIRSILUNGURKLESSUKAKASVÍÞJÓÐ

— RIFSBERJAKLESSUKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil. Grasker eru vanmetin, þau eru bæði holl, góð og falleg. Fann acorn grasker í Gló í Fákafeni, eftir að hafa fræhreinað það tók ég það mesta utan af, síðan var það kryddað og bakað og sætur ilmurinn minnti helst á snúðakökubakstur. Ef þið finnið ekki acorn grasker þá má notast við venjulegt grasker.

Mokkaterta

MOkkaterta

Mokkaterta. Sumar tertur verða betri daginn eftir. Áður hef ég nefnt hér að hrátertur verða alltaf betri, svei mér þá. Þessi tera er mun betri daginn eftir og því kjörin fyrir þá sem hafa ekki svo mikinn tíma. Halldóra systir mín bauð Sætabrauðsdrengjunum í kaffi og var annars vegar með Hnetuböku og svo þessa bragðgóðu Mokkatertu - það þarf varla að taka það fram að báðar kláruðust.