Rifsberja-klessukaka

Albert og Jóhanna Gísladóttir. Rifsberja-klessukaka ættuð frá Svíþjóð rifsber kaka terta ber berjaeftirréttur
Rifsberja-klessukaka ættuð frá Svíþjóð

Jóhanna Gísladóttir á Seyðisfirði hélt veglega silungsveislu í sumar og á eftir var sænskættuð rifsberjaklessukaka.

SEYÐISFJÖRÐURJÓHANNA GÍSLADÓTTIRSILUNGURKLESSUKAKASVÍÞJÓÐ

.

Rifsberja-klessukaka ættuð frá Svíþjóð

100 g smjör
2 egg
2 dl strásykur
3 dl hveiti
½ tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur
1 plata gróft skorið hvítt súkkulaði
3 dl rauð rifsber
Bræðið smjörið og látið kólna aðeins meðan önnur hráefni eru tekin til. Blandið öllu hinu í skál og hrærið síðan saman ásamt smjörinu. Hellið deiginu í vel smurt bökunarform eða pæform, ca 25 cm í þvermál. Bakið neðarlega í 175 °C heitum ofni í 20-25 mínútur til að fá kökuna klessta. Ef þið viljið hana frekar seiga, bakast hún í 30-40 mínútur. Langbest er að bera kökuna fram volga með þeyttum rjóma.

— SILUNGURRIFSBERSEYÐISFJÖRÐUR —

Albert og Jóhanna Gísladóttir.

.

SEYÐISFJÖRÐURJÓHANNA GÍSLADÓTTIRSILUNGURKLESSUKAKASVÍÞJÓÐ

— RIFSBERJAKLESSUKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Apríkósukryddmauk

aprikosukryddmauk

Apríkósukryddmauk á vel við með mörgum réttum, t.d. bauna-, grænmetis- og kjötréttum.  Svo má líka nota það ofan á (ristað)brauð og með ostum. Þegar ég smakkaði apríkósumauk í fyrsta sinn upplifði ég það eins og ígildi góðrar sósu.

Múslí – heimagert og meiriháttar

Múslí. Fjölmargt er hægt að nota til að útbúa sitt eigið múslí, það er bæði auðvelt og skapandi. Hér er uppskrift sem ég hef til hliðsjónar. Ekki láta hugfallast þó eitthvað vanti, það er ekki hundrað í hættunni. Oftast nota ég rúsínur en vel má nota aðra þurrkaða niðursaxaða ávexti eða ber. Þá eykur það fjölbreytnina að blanda saman við tilbúnu góðu múslíi.

Ostapasta frá pabba – Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt

Ostapasta frá pabba - Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt. Steinunn Ása tók á móti okkur með kátínu og hlýju, eins og hennar er von og vísa, en sagðist þó hafa borið svolítinn kvíðboga fyrir því að vera gestabloggari. Hún hefur eldað með fjölmörgum landsþekktum matgæðingum í hinni margverðlaunuðu þáttaröð „Með okkar augum“ á RÚV. Fyrsti þátturinn í sjöundu seríunni verður frumsýndur í kvöld

Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði

Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði. Björk bauð í síðdegiskaffi á sunnudaginn. Mikið væri gaman ef sunnudagskaffiboð fengju aftur sinn sess í lífi fólks. Það er undurljúft að sitja með góðum vinum og drekka kaffi og spjalla um það sem fólki liggur á hjarta.