Silungsveisla hjá Jóhönnu Gísla á Seyðisfirði

jóhanna gísladóttir seyðisfjörður Rúnar laxdal gunnarsson seyðisfirði bleikja silungur seyðisfjarðará markaðsstofa austurlands Rifsberja-klessukaka ættuð frá Svíþjóð rifsber rifsberjakaka rifsberjaterta klessuterta fransmenn á íslandi safn templarinn franskir sjómenn fáskrúðsfjörður
Silungaveisla hjá Jóhönnu á Seyðisfirði

Silungsveisla hjá Jóhönnu Gísla á Seyðisfirði

Fyrir tæplega tveimur áratugum fór ég til Seyðisfjarðar á fund Jóhönnu Gísladóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Austurlands og bar upp við hana hugmynd sem ég hefði gengið stutt með: Að setja upp safn um veru franskra sjómanna á Íslandi og kaffihús. Jóhanna tók afar vel í hugmyndina og ekki síst vegna þess bretti ég upp ermar og opnaði safnið Fransmenn á Íslandi sem löngu síðar varð grunnur að núverandi safni í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði.

SEYÐISFJÖRÐURJÓHANNA GÍSLADÓTTIRSILUNGUR

.

Silungur á la mamma með salati og nýuppteknum kartöflum

Silungur á la mamma

Nýveidd bleikja, eða annar silungur
Salt
Pipar
Smjör
Niðursneidd sítróna
Uppskriftin gildir fyrir ca þriggja punda fisk:
Flakið silunginn og beinhreinsið hann. Leggið flökin í smurt eldfast mót, snúið roðinu niður, kryddið með salti og pipar. Setjið inn í 180°C heitan ofn í um 10 mínútur, jafnvel skemur. Athugið að bökunartíminn fer að sjálfsögðu eftir stærð flaksins og því mikilvægt að fylgjast með.
Berið fram með nýjum kartöflum og smjöri ásamt niðursneidddri sítrónu.

Rifsberja-klessukaka ættuð frá Svíþjóð

Rifsberja-klessukaka ættuð frá Svíþjóð

100 gr smjör
2 egg
2 dl. strásykur
3 dl. hveiti
½ tsk. lyftiduft
1 tsk. vanillusykur
1 plata gróft skorið hvítt súkkulaði
3 dl rauð rifsber
Bræðið smjörið og látið kólna aðeins meðan önnur hráefni eru tekin til. Blandið öllu hinu í skál og hrærið síðan saman ásamt smjörinu. Hellið deiginu í vel smurt bökunarform eða pæform, ca 25 cm í þvermál. Bakið neðarlega í 175 °C heitum ofni í 20-25 mínútur til að fá kökuna klessta. Ef þið viljið hana frekar seiga, bakast hún í 30-40 mínútur. Langbest er að bera kökuna fram volga með þeyttum rjóma.

Albert og Jóhanna Gísladóttir. Því miður gleymdist að taka mynd af öðrum matargestunum
Silungur á la mamma

.

SEYÐISFJÖRÐURJÓHANNA GÍSLADÓTTIRSILUNGUR

— SILUNGSVEISLA HJÁ JÓHÖNNU GÍSLADÓTTUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Arabískur kjúklingur með möndlum og apríkósum

Marokkoskur kjuklingur

Arabískur kjúklingur með möndlum og apríkósum. Í síðustu Frakklandsferð okkar fengum við okkur ekta tajinu eða tagínu, sem er leirpottur (fyrir ofn eða eldavél) með háu loki sem mjókkar upp. Þetta er undurgóð matreiðsluaðferð. En auðvitað er ekki nauðsynlegt að eiga svona græju, réttinn má elda í bakaraofni á lágum hita í tvær klst.

Vegan Brownies

Vegan Brownies. Í listamannaíbúðinni á Skriðuklaustri hittum við Evu Halldóru, Þorvald og Hallveigu sem þar dvelja og sinna listinni af mikilli ástríðu. Í veðurblíðunni á Austurlandi í sumar eru þau búin að afreka fjölmargt og skoða sig um. Í þessum brownies eru hvorki egg né mjólkurvörur.

Ljós – 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017

Ljós - 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017. Í þriðja sæti voru kökurnar Ljós sem Sylwia Olszewska bakaði. Saltkaramellufyllingin og hneturnar gerði þær alveg fullkomnar með kaffinu. Áferðafallegar og góðar smákökur sem mæla má með