Silungsveisla hjá Jóhönnu Gísla á Seyðisfirði

jóhanna gísladóttir seyðisfjörður Rúnar laxdal gunnarsson seyðisfirði bleikja silungur seyðisfjarðará markaðsstofa austurlands Rifsberja-klessukaka ættuð frá Svíþjóð rifsber rifsberjakaka rifsberjaterta klessuterta fransmenn á íslandi safn templarinn franskir sjómenn fáskrúðsfjörður
Silungaveisla hjá Jóhönnu á Seyðisfirði

Silungsveisla hjá Jóhönnu Gísla á Seyðisfirði

Fyrir tæplega tveimur áratugum fór ég til Seyðisfjarðar á fund Jóhönnu Gísladóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Austurlands og bar upp við hana hugmynd sem ég hefði gengið stutt með: Að setja upp safn um veru franskra sjómanna á Íslandi og kaffihús. Jóhanna tók afar vel í hugmyndina og ekki síst vegna þess bretti ég upp ermar og opnaði safnið Fransmenn á Íslandi sem löngu síðar varð grunnur að núverandi safni í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði.

SEYÐISFJÖRÐURJÓHANNA GÍSLADÓTTIRSILUNGUR

.

Silungur á la mamma með salati og nýuppteknum kartöflum

Silungur á la mamma

Nýveidd bleikja, eða annar silungur
Salt
Pipar
Smjör
Niðursneidd sítróna
Uppskriftin gildir fyrir ca þriggja punda fisk:
Flakið silunginn og beinhreinsið hann. Leggið flökin í smurt eldfast mót, snúið roðinu niður, kryddið með salti og pipar. Setjið inn í 180°C heitan ofn í um 10 mínútur, jafnvel skemur. Athugið að bökunartíminn fer að sjálfsögðu eftir stærð flaksins og því mikilvægt að fylgjast með.
Berið fram með nýjum kartöflum og smjöri ásamt niðursneidddri sítrónu.

Rifsberja-klessukaka ættuð frá Svíþjóð

Rifsberja-klessukaka ættuð frá Svíþjóð

100 gr smjör
2 egg
2 dl. strásykur
3 dl. hveiti
½ tsk. lyftiduft
1 tsk. vanillusykur
1 plata gróft skorið hvítt súkkulaði
3 dl rauð rifsber
Bræðið smjörið og látið kólna aðeins meðan önnur hráefni eru tekin til. Blandið öllu hinu í skál og hrærið síðan saman ásamt smjörinu. Hellið deiginu í vel smurt bökunarform eða pæform, ca 25 cm í þvermál. Bakið neðarlega í 175 °C heitum ofni í 20-25 mínútur til að fá kökuna klessta. Ef þið viljið hana frekar seiga, bakast hún í 30-40 mínútur. Langbest er að bera kökuna fram volga með þeyttum rjóma.

Albert og Jóhanna Gísladóttir. Því miður gleymdist að taka mynd af öðrum matargestunum
Silungur á la mamma

.

SEYÐISFJÖRÐURJÓHANNA GÍSLADÓTTIRSILUNGUR

— SILUNGSVEISLA HJÁ JÓHÖNNU GÍSLADÓTTUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.