Rifsberja-klessukaka

Albert og Jóhanna Gísladóttir. Rifsberja-klessukaka ættuð frá Svíþjóð rifsber kaka terta ber berjaeftirréttur
Rifsberja-klessukaka ættuð frá Svíþjóð

Jóhanna Gísladóttir á Seyðisfirði hélt veglega silungsveislu í sumar og á eftir var sænskættuð rifsberjaklessukaka.

SEYÐISFJÖRÐURJÓHANNA GÍSLADÓTTIRSILUNGURKLESSUKAKASVÍÞJÓÐ

.

Rifsberja-klessukaka ættuð frá Svíþjóð

100 g smjör
2 egg
2 dl strásykur
3 dl hveiti
½ tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur
1 plata gróft skorið hvítt súkkulaði
3 dl rauð rifsber
Bræðið smjörið og látið kólna aðeins meðan önnur hráefni eru tekin til. Blandið öllu hinu í skál og hrærið síðan saman ásamt smjörinu. Hellið deiginu í vel smurt bökunarform eða pæform, ca 25 cm í þvermál. Bakið neðarlega í 175 °C heitum ofni í 20-25 mínútur til að fá kökuna klessta. Ef þið viljið hana frekar seiga, bakast hún í 30-40 mínútur. Langbest er að bera kökuna fram volga með þeyttum rjóma.

— SILUNGURRIFSBERSEYÐISFJÖRÐUR —

Albert og Jóhanna Gísladóttir.

.

SEYÐISFJÖRÐURJÓHANNA GÍSLADÓTTIRSILUNGURKLESSUKAKASVÍÞJÓÐ

— RIFSBERJAKLESSUKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Spínatmauk á brauði

Spítnatmauk

Spínatmauk á brauði. 

Þessi réttur er með indversku ívafi, en palak paneer er spínatmauk með heimatilbúnum osti. Hér er hann frekar mildur fyrir íslenskan smekk, en það er um að gera að hrúga meira chili og meiri hvítlauk út í maukið, ef maður vill láta bíta svolítið í. Hægt er að gera maukið alveg vegan með því að nota steikt tofu í staðinn fyrir ostinn og kókosrjóma í staðinn fyrir rjómann.

Silungur með kóriander/basil pestói

Silungur

Silungur með kóriander/basil pestói

Góður fiskur er hreinasta dásemd. Sjálfur er ég hrifnastur af feitum fiski, hann er bæði ríkur af d-vítamíni og omega 3. Fiskur er kjörið hráefni til að nota í hina og þessa rétti. Helst þarf að passa að ofelda/sjóða ekki fiskinn, já og líka að velja ferskan góðan fisk.  Annars er gaman að segja frá því að þegar ég kom heim út fiskbúðinn með silunginn hringdi í mig kona sem les þetta blogg reglulega. Hana vantaði hugmynd að eldun kvöldmatarins. Hún sagðist vera með fisk sem maðurinn hennar veiddi, sennilega væri það silungur.