Auglýsing
Sítrónutíramísú tiramisu með sítrónu sítróna tiramisu
Sítrónutíramísú. Mynd Silla Páls

Frískandi og bragðgott sítrónutíramísú

Sítrónutíramísú

1 dl Limoncello
1 pk Lady fingers
Safi úr einni sítrónu
2 msk sykur
⅓ tsk salt
250 g Mascarpone
3 dl rjómi
1 dl sykur
Sítrónubörkur til skrauts.

Hitið saman í potti Limoncello, sítrónusafa og sykur. Setjið sítrónubörkinn út í til að mýkja hann. Sigtið börkinn frá og látið safann kólna. Dýfið Lady fingers í safann og raðið í botninn á formi. Stráið saltinu yfir. Stífþeytið rjóma með sykri, bætið við mascarpone og þeytið áfram þangað til hann verður kekkjalaus. Hellið yfir kökurnar og dreifið sítrónuberki yfir. Kælið.

TIRAMISÚ — LIMONCELLOMASCARPONEÍTALÍA

.

Auglýsing