Sítrónutíramísú

Sítrónutíramísú tiramisu með sítrónu sítróna tiramisu
Sítrónutíramísú. Mynd Silla Páls

Frískandi og bragðgott sítrónutíramísú

Sítrónutíramísú

1 dl Limoncello
1 pk Lady fingers
Safi úr einni sítrónu
2 msk sykur
⅓ tsk salt
250 g Mascarpone
3 dl rjómi
1 dl sykur
Sítrónubörkur til skrauts.

Hitið saman í potti Limoncello, sítrónusafa og sykur. Setjið sítrónubörkinn út í til að mýkja hann. Sigtið börkinn frá og látið safann kólna. Dýfið Lady fingers í safann og raðið í botninn á formi. Stráið saltinu yfir. Stífþeytið rjóma með sykri, bætið við mascarpone og þeytið áfram þangað til hann verður kekkjalaus. Hellið yfir kökurnar og dreifið sítrónuberki yfir. Kælið.

TIRAMISÚ — LIMONCELLOMASCARPONEÍTALÍA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Portúgalskt matarboð

Portúgalskt matarboð. Í Lissabon vorum við á hóteli með foreldrum Ara Eurovisionfara og vinum þeirra. Hóurinn small saman frá fyrstu mínútu og við vorum svo að segja allan sólarhringinn saman og skemmtum okkur út í eitt. Það var létt yfir öllum og mikið hlegið enda kölluðum við borgina Flissabon. Við hittumst svo og borðuðum saman á dögunum, Pálínuboð sem eru alltaf svo ágæt.

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum – Þrusugott

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum. Við hittummst nokkur bekkjarsystkini úr grunnskóla og héldum kaffiboð (Pálínuboð) fyrir blað Franskra daga sem var að koma út. Það er afskaplega hressandi að hitta æskuvini sína eftir mörg ár. Brie ostur mun vera franskur að uppruna og á því vel við í umfjöllun um Franska daga í franskasta bæ landsins, Fáskrúðsfirði.