Karrýfiskur í ofni

Karrýfiskur í ofni karrý fiskur fiskur í ofni sætar kartöflur grænmeti karrýsósa
Karrýfiskur í ofni

Karrýfiskur í ofni. Einfaldur og fljótlegur fiskréttur. Það er æskilegt að við borðum bæði meira af fiski og grænmeti.

— FISKURMASCARPONEKARRÝFISKUR Í OFNI — FISKUR Í RASPI  — FISKRÉTTIR — FISKIBOLLUR —

.

Karrýfiskur í ofni

700 g fiskur
700 g grænmeti (t.d. rauðlaukur, paprika, gulrætur, blaðlaukur, hvítlaukur og sætar kartöflur)
3 msk góð olía
1 ds Mascarpone
1 dl rjómi
1 væn msk karrý
salt og pipar

Skerið grænmetið niður og léttsteikið í olíu á pönnu, setjið Mascarpone saman við ásamt rjóma og karrýi. Látið mascarpone ostinn bráða. Leggið fiskinn í eldfast form, hellið karrýgrænmetisblöndunni yfir og bakið í 175°C heitum ofni í um 20 mín (fer eftir þykkt fisksins)

— FISKURMASCARPONEKARRÝ

Nota má það grænmeti sem er til, í þessum rétti er rauðlaukur, paprika, gulrætur, blaðlaukur, hvítlaukur og sætar kartöflur

.

— FISKURMASCARPONEKARRÝFISKUR Í OFNI — FISKUR Í RASPI  — FISKRÉTTIR — FISKIBOLLUR —

— KARRÝFISKUR Í OFNI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Limeterta

Lime terta

Limeterta. Mikið er gaman að prófa nýjar uppskriftir. Þegar von er á gestum er upplagt að prófa nýtt kaffimeðlæti. Það er fljótlegt að útbúa þessa limetertu - kannski virkar hún framandi við fyrstu sýn en hún er vel þess virði að prófa. Það þarf ekki að bíða eftir að deigið lyfti sér, enginn bakstur, engin hætta á að hún falli. Ekkert vesen

Ítölsk eplakaka – einstaklega góð

Ítölsk eplakaka. Stundum fæ ég sendar uppáhaldsuppskriftir fólks og er afar þakklátur fyrir. Hins vegar gleymi ég stundum að skrá hjá mér hver sendi, það á við um þessa ítölsku eplaköku. Einstaklega ljúf og bragðgóð terta sem á alltaf við. Takk fyrir hver sem sendi.