Auglýsing
önd andasteik endur Steiktar andabringur jólamaturinn pönnusteikt andabringa endur andasteik önd önd steikt önd andabringa
Steiktar andabringur. Mynd Silla Páls

Steiktar andabringur

4 andabringur
3 msk olía
2 laukar
2 stilkar sellerí
5-6 gulrætur
1 grænt epli
1 b sveskjur
2/3 dl Grand Marnier
Salt og pipar

Snöggsteikið andabringur í vel heitri olíu, kryddið með salti og pipar og takið til hliðar. Skerið lauk og sellerí gróft og steikið í sömu olíu. Bætið við á pönnuna gulrótum og eplum í bitum ásamt sveskjum og Grand Marnier. Setjið grænmetið í eldfast form kryddið með salti og pipar. Leggið bringurnar ofan á og setjið í ofn á 50°C í klst og hækkið hitann í 200° síðustu 10 mínúturnar. Ath að tíminn fer eftir þykkt bringanna.

— ENDURKJÖTUPPSKRIFTIR Grand Marnier

.

Auglýsing