Grilluð glútenlaus pitsa

Grilluð glútenlaus pitsa, grill, pitsa, pizza, Kjartan Örn steindórsson elísa jóhannsdóttir jóhann örn

Grilluð glútenlaus pitsa

Einu sinni var keyptur pitsu-ofn á heimilið. Það voru kjarakaup, því að hann var gjörnýttur, stundum nokkrum sinnum í viku, þangað til hann gaf upp öndina. Síðan hefur pitsan farið í bakaraofninn, m.a.s. var sérskorinn steinn í steinsmiðju. En Kjartan Örn grillar allt, m.a.s. pitsur. Í grillveislu hjá honum, fengum við glútenlausar pitsur af ýmsu tagi. Vitaskuld eru pitsu-uppskriftir oft hernaðarleyndarmál, enda jafn mismunandi og heimilin eru mörg. Hver og einn getur notað sína uppskrift þegar pitsan er grilluð, en þeir sem vilja prófa glútenlausar pitsur verða ekki sviknir af þessum, því að Kjartan hefur þróað þær á veröndinni sinni í nokkra áratugi.

PITSURKJARTAN ÖRNGLÚTENLAUST

.

Grilluð glútenlaus pitsa

500 glútenlaust hveiti

5 msk góð matarolía

1 msk hunang

2 tsk þurrger

250 ml volgt vatn

1 tsk salt

Blandið saman vatni geri og hunangi í matvinnsluvél. Bætið matarolíu, salti og hveiti út í blönduna. Hnoðið saman.

Fletjið deigið út á grillplötu/grillstein og látið það taka sig á rólegum stað í u.þ.b. 15 mínútur.

Setjið pitsusósuna á botninn og lítið eitt af rifnum osti. Grillið á pitsuplötu á „óbeinu“ grilli í u.þ.b. 12-15 mínútur, en ef pitsan er á steini, er áreiðanlega ekkert mál að grilla hana á venjulegu grilli.

Pitsa A: Hawai. Skinka, ananas, smátt skorinn laukur og ostur yfir.

Pitsa B: Skinka, paprika, sveppir, laukur, ananas, smátt skorið pepperóni og ostur yfir.

Pitsa C: Pizza salami con cinquanta formaggi. Salami og úrval góðra osta.

Pitsa D: Pizza Margherita grilluð á grillinu. Um leið og hún er tekin af er sett á hana parmaskinka, ferskt klettasalat (ruccola) og rifinn parmesan ostur yfir.

Grilluð pitsa
Kjartan með pitsuna góðu

 

Jóhann
Jóhann með pitsuna góðu
grilluð pitsa
Grilluð glútenlaus pitsa
Grilluð glútenlaus pitsa
Grilluð glútenlaus pitsa

.

— GRILLUÐ GLÚTENLAUS PITSA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla