Royal recipes – konunglegur matur á Ascot veðreiðunum

-- ROYAL -- ENGLAND ROYAL RECIPES KONUNGLEGAR UPPSKRIFTIR ASCOT VEÐREIÐARNAR
Royal recipes

Royal recipes – konunglegur matur á Ascot veðreiðunum

Hér eru eldaðar nokkrar gamlar uppskriftir frá ensku hirðinni sem flestar tengjast hinum konunglegu Ascot veðreiðum, The Royal Ascot. Nokkrar skemmtilegar sögur fylgja með. Þetta myndband er frá Real Royalty á YouTube.

ROYALENGLANDDRESS CODE

.

 

ROYAL ASCOT VEÐREIÐARNAR fóru fyrst fram árið 1711 að undirlagi Önnu drottningar. Windsor kastali er stutt frá og lætur breska konungsfjölskyldan sig sjaldan vanta.

Það er Dress code á Ascot veðreiðunum, þær eru líka frægar fyrir klæðnað og hatta.
Nokkur atriði sem Ascot-veðreiðagestir verða að hafa í huga:
-Pils kvenna þarf að ná niður á hné.
-Hlýrarnir á kjólnum verða að vera að minnsta kosti tommu breiðir.
-Höfuðskrautið á höttunum verður að vera að lágmarki 10 sentimetrar á stysta veg.
-Það verður að vera alvöru hattaskraut.
-Karlmenn skulu klæðast kjólfötum og með pípuhatta. Sokkar eiga að hylja ökklana
-Ákveðnar reglur gilda um hvenær karlar mega taka hattinn niður meðan á borðhaldi stendur.

Myndbandið birtist á Real Royalty á YouTube

🎀

ROYALENGLANDDRESS CODE

— ROYAL RECIPES – KONUNGLEGUR MATUR Á ASCOT VEÐREIÐUNUM —

🎀

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Páskaterta

Paskaterta

Páskaterta. Páskarnir eru dásamlegur tími. Í mörg var ég blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni gerðum við messukaffi í Dómkórsins á páskadagsmorgun skil í blaðinu. Þar er messa klukkan átta og önnur klukkan ellefu. Á milli er kaffihlaðborð kórmeðlima, allir koma með kaffimeðlæti og úr verður hið besta og mesta hlaðborð. Allar götur síðan hef ég verið boðinn í hlaðborðið þeirra á páskadagsmorgun - yndislegt að byrja einn dag á ári í veglegu kaffihlaðborði.

Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur. Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar... Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður - ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

SaveSave