Royal recipes – konunglegur matur á Ascot veðreiðunum

-- ROYAL -- ENGLAND ROYAL RECIPES KONUNGLEGAR UPPSKRIFTIR ASCOT VEÐREIÐARNAR
Royal recipes

Royal recipes – konunglegur matur á Ascot veðreiðunum

Hér eru eldaðar nokkrar gamlar uppskriftir frá ensku hirðinni sem flestar tengjast hinum konunglegu Ascot veðreiðum, The Royal Ascot. Nokkrar skemmtilegar sögur fylgja með. Þetta myndband er frá Real Royalty á YouTube.

ROYALENGLANDDRESS CODE

.

 

ROYAL ASCOT VEÐREIÐARNAR fóru fyrst fram árið 1711 að undirlagi Önnu drottningar. Windsor kastali er stutt frá og lætur breska konungsfjölskyldan sig sjaldan vanta.

Það er Dress code á Ascot veðreiðunum, þær eru líka frægar fyrir klæðnað og hatta.
Nokkur atriði sem Ascot-veðreiðagestir verða að hafa í huga:
-Pils kvenna þarf að ná niður á hné.
-Hlýrarnir á kjólnum verða að vera að minnsta kosti tommu breiðir.
-Höfuðskrautið á höttunum verður að vera að lágmarki 10 sentimetrar á stysta veg.
-Það verður að vera alvöru hattaskraut.
-Karlmenn skulu klæðast kjólfötum og með pípuhatta. Sokkar eiga að hylja ökklana
-Ákveðnar reglur gilda um hvenær karlar mega taka hattinn niður meðan á borðhaldi stendur.

Myndbandið birtist á Real Royalty á YouTube

🎀

ROYALENGLANDDRESS CODE

— ROYAL RECIPES – KONUNGLEGUR MATUR Á ASCOT VEÐREIÐUNUM —

🎀

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sveskju- og fíkjuterta – bæði ljúf og bragðgóð

Fikju-og sveskjuterta

Sveskju- og fíkjuterta. Allra vinsælasta uppskriftin á þessu bloggi frá upphafi er Sveskju- og döðluterta (þar á eftir kemur rabarbarapæið fræga). Þetta kemur svo sem ekkert sérstaklega á óvart, tertan er bæði ljúf og bragðgóð. Fyrir ekki svo löngu hitti ég konu sem fór að tala um Sveskju- og döðlutertuna, hún sagðist ekki hafa átt döðlur og notaði fíkjur í staðinn og tertan væri jafngóð ef ekki betri með þeim í. Sætabrauðsdrengirnir matheilu borðuðu hana upp til agna eftir tónleikana í gær og lofuðu í hástert.

Pinacolada hrákaka – Matarbúr Kaju

 

Pinacolada hrákaka. Á Akranesi er eina lífrænt vottaða búð landsins: Matarbúr Kaju.  Í júní sl opnaði þar á sama stað kaffihúsið Café Kaja (kaffihúsið er í vottunarferli). Á kaffihúsinu eru allir drykkir og meðlæti unnið úr lífrænu hráefni - hvorki meira né minna.