
Eplaeftirréttur
Enn einn af mínum uppáhaldsréttum úr æsku.
Frá æskuárum á ég sterkar minningar um svona eftirrétt, oft seinnipart sunnudaga þegar fjölskyldan sat saman, hugfangin yfir Húsinu á sléttunni. Þetta var einfaldur en einstaklega góður eftirréttur – heimilislegur, ylhlýr og örlítið nostalgískur. Hann er þægilegur í undirbúningi, má gera með smá fyrirvara og rjómanum er best að bæta ofan á rétt áður en borið er fram.
Eplamús: SJÁ HÉR
Eplakökurasp: SJÁ HÉR
🍏
— EPLI — EFTIRRÉTTIR — SUNNUDAGS — EPLAKÖKURASP — EPLAMÚS —
🍏
Eplaeftirréttur
2 græn epli
50 g smjör
2 msk olía
2 b eplakökurasp
1 msk kanill
⅓ tsk salt
3 b eplamús
Þeyttur rjómi
Afhýðið eplin og skerið þau í fremur litla bita.
Setjið á pönnu með smjöri og olíu og látið mýkjast við meðalhita í nokkrar mínútur.
Bætið þá við kanil, eplakökuraspi og salti og blandið vel saman.
Takið pönnuna af hitanum og látið eplablönduna kólna.
Raðið eplunum neðst í skál, setjið eplamús ofan á og endurtakið þar til hráefnið er uppurið. Ljúkið með góðum skammti af þeyttum rjóma rétt áður en eftirrétturinn er borinn fram.
🍏
— EPLI — EFTIRRÉTTIR — SUNNUDAGS — EPLAKÖKURASP —
🍏

