Eplaeftirréttur

Eplaeftirréttur epli eplamús eplarasp Bóndadóttir með slör þeyttur rjómi eftirréttur húsið á sléttunni rasp
Eftirréttur með eplamús og eplakökuraspi, hann er einnig kallaður Bóndadóttir með slör/blæju

Eplaeftirréttur

Frá æskuárum mínum man ég helst eftir svona rétti seinnipartinn á sunnudögum á meðan fjölskyldan horfði hugfangin á Húsið á sléttunni. Einfaldur og góður eftirréttur sem má útbúa með smá fyrirvara og setja rjómann yfir rétt áður en hann er borinn fram.

Eplamús: SJÁ HÉR
Eplakökurasp: SJÁ HÉR

 

🍏

EPLIEFTIRRÉTTIRSUNNUDAGSEPLAKÖKURASPEPLAMÚS

🍏

Eplaeftirréttur

2 græn epli
50 g smjör
2 msk olía
2 b eplakökurasp
1 msk kanill
⅓ tsk salt

3 b eplamús
Þeyttur rjómi

Afhýðið eplin og skerið í frekar litla bita. Setjið á pönnu ásamt smjöri og olíu og látið mýkjast í nokkrar mínútur. Bætið við kanill, eplakökuraspi og salti. Takið af og látið kólna.
Setjið eplin neðst í skál, eplamús ofan á og endurtakið. Setjið þeyttan rjóma efst.

🍏

EPLIEFTIRRÉTTIRSUNNUDAGSEPLAKÖKURASP

— EPLAEFTIRRÉTTUR —

🍏

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Brunch á Essensia – framúrskarandi ljúffengur

Brunch á Essensia - framúrskarandi ljúffengur. Essensia er uppáhaldstaður og nú var kominn tími til að prófa brunchinn, eða dögurðinn, eins og hann er stundum nefndur á íslensku, en um er að ræða marga spennandi eggjarétti. Boðið er upp á þessa nýjung öll laugardags- og sunnudagshádegi kl. 11-15.30. Það má sannarlega mæla með brunch á Essensia og eins og venjulega er tilvalið að panta nokkra rétti og deila, það er stemning í því og forvitnilegt.

Piparsveinar – verðlaunasmákökur

Pip­ar­svein­ar Ástrós Guðjóns­dótt­ir gerði sér lítið fyrir og sigraði í Smákökusamkeppni Kornax í ár. Í viðtali í Morgunblaðinu seg­ir Ástrós að hug­mynd­in að kök­un­um hafi kviknað í hálf­gerðri til­rauna­starf­semi. „Ég var ný­kom­in heim til Íslands og pip­ar­kúl­urn­ar frá Nóa voru ný­komn­ar á markað. Mér finnst þær æðis­leg­ar og fyrsta skrefið var kara­mell­an sjálf. Síðan bætti ég við botn­in­um og loks hjúpn­um og úr varð þessi fína smákaka,“ seg­ir Ástrós um það hvernig Pip­ar­svein­arn­ir urðu til.