Eplasalat með súkkulaði og gráfíkjum

Eplasalat með súkkulaði og gráfíkjum jólasalat epli salat hátíðarsalat jólamatur jól jólin hátíðarmatur gráfíkjur fíkjur EPLASALAT SILLA PÁLS
Eplasalat með súkkulaði og gráfíkjum. Mynd Silla Páls

Eplasalat með súkkulaði og gráfíkjum

3 dl rjómi
2 msk mæjónes
2 rauð epli
50 g dökkt gott súkkulaði
1 dl gráfíkjur.

Stífþeytið rjómann. Bætið mæjónesi saman við. Skerið eplin frekar gróft, saxið súkkulaðið og gráfíkjurnar og bætið við rjómann. Látið standa í um klst. áður en er borið á borð.

EPLASALÖTSÚKKULAÐIGRÁFÍKJURSILLA PÁLS

— EPLASALAT MEÐ SÚKKULAÐI OG GRÁFÍKJUM —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ristaðar kryddaðar hunangshnetur

Ristaðar kryddaðar hunangshnetur. Margir eru hrifnir af því að taka með eitthvað matarkyns til vina sinna. Það er gráupplagt að taka með ristaðar hnetur, svo er líka gaman að eiga þær til að maula á. Hneturnar eru hollar og cayenne já og hunang líka ;) í staðinn fyrir pekanhnetur má nota möndlur

Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Samloka

Grænmetisætur fá síður ristilkrabbamein

Það er margt gott við að borða grænmeti og nú bætist enn í sarpinn. Samkvæmt nýrri rannsókn eru grænmetisætur mun ólíklegri til að fá krabbamein í ristil og endaþarm miðað við þá sem borða það sem flestir Íslendingar skilgreina sem venjulega fæðu.

Lifrarbuff frá Eskifirði

Lifrarbuff

Lifrarbuff frá Eskifirði. Þessi uppskrift birtist í DV í maí árið 1987. Blaðamenn neytendasíðu blaðsins hafa greinilega óskað eftir auðveldum, ódýrum og jafnframt næringarríkum hvunndagsuppskriftum í dálki sem kallaður er Uppskriftaþeysa DV. Sólveig systir mín sendi inn þessa líka fínu uppskrift. Í textanum kemur fram að hráefnið kosti innan við 100 kr. og dugi vel í tvær máltíðir fyrir hjón með eitt barn. Ástæðan fyrir því að uppskriftin birtist hér er að frænka mín hringdi og sagði mér að þessi uppskrift hafi fylgt þeim hjónum alla þeirra búskapartíð. Nú eru hins vegar góð ráð dýr því hún finnur hvergi uppskriftina - hún var þess fullviss að hún væri til hér á bæ....

Fyrri færsla
Næsta færsla