Gleðilegt nýtt ár kæru vinir!

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir!

Stundum þarf að temja sér nýtt hugarfar til þess að komast upp úr hjólförunum. Oft erum við föst í viðjum vanans, viljum hafa allt eins og það hefur verið. Sumt er reyndar best að hafa óbreytt, en í því getur líka falist stöðnun. Hristum upp í rútínunni, gerum lífið meira spennandi og lifum lífinu lifandi!
Hvern hefur ekki langað til að setja sér markmið, en byrjað um leið að búa sér til afsakanir stórar og smáar … kannski finnst öðrum það bara della … best að finna annan betri tíma …
Þannig erum við sjálf oft helsti þröskuldurinn. Látum okkur dreyma og eltum draumana, munið að draumar rætast. Áramót geta verið vel til þess fallin að hefjast handa, ef okkur sýnist svo. Ég þori, get og vil! Ég er það sem ég hugsa!

Þessi atriði eru dæmigerð um áramót, en geta átt við hvenær sem er:

  • Finnum eldmóðinn og viðhöldum honum
  • Sinnum áhugamálum
  • Styrkjum tengslanet
  • Viðhöldum og eflum samband við fólk sem hefur góð áhrif á okkur
  • Uppgötvum eigin hæfni og vinnum með hana.

Við getum allt sem við viljum.
Gangi okkur vel og takk fyrir að lesa.

Gleðilegt nýtt ár

🎈

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Dórukex

Dórukex

Dórukex. Hef marg oft áður skrifað hér um matarást mína á Dóru í eldhúsi Listaháskólans, af henni hef ég lært fjölmargt í gegnum tíðina. Dóra hefur sérhæft sig í hollum og góðum mat, mat sem fólk á öllum aldri ætti að borða daglega (mest grænmeti, hnetur, ávextir, fræ og lítið af dýraafurðum). Heilsa okkar er beintengd því sem við borðum, það er ágætt að hafa hugfast að flestir svonefndir menningarsjúkdómar eru matartengdir.

Konfektterta – ein sú allra besta

Konfektterta - ein sú allra besta. Í minningunni voru konfekttertur í öllum barnaafmælum já og bara í öllum kaffiveislum í gamla daga. Kókosmjöl hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þarf nú varla að taka fram að mér þótti þessi terta hið mesta lostæti - og finnst ennþá.