Gleðilegt nýtt ár kæru vinir!

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir!

Stundum þarf að temja sér nýtt hugarfar til þess að komast upp úr hjólförunum. Oft erum við föst í viðjum vanans, viljum hafa allt eins og það hefur verið. Sumt er reyndar best að hafa óbreytt, en í því getur líka falist stöðnun. Hristum upp í rútínunni, gerum lífið meira spennandi og lifum lífinu lifandi!
Hvern hefur ekki langað til að setja sér markmið, en byrjað um leið að búa sér til afsakanir stórar og smáar … kannski finnst öðrum það bara della … best að finna annan betri tíma …
Þannig erum við sjálf oft helsti þröskuldurinn. Látum okkur dreyma og eltum draumana, munið að draumar rætast. Áramót geta verið vel til þess fallin að hefjast handa, ef okkur sýnist svo. Ég þori, get og vil! Ég er það sem ég hugsa!

Þessi atriði eru dæmigerð um áramót, en geta átt við hvenær sem er:

  • Finnum eldmóðinn og viðhöldum honum
  • Sinnum áhugamálum
  • Styrkjum tengslanet
  • Viðhöldum og eflum samband við fólk sem hefur góð áhrif á okkur
  • Uppgötvum eigin hæfni og vinnum með hana.

Við getum allt sem við viljum.
Gangi okkur vel og takk fyrir að lesa.

Gleðilegt nýtt ár

🎈

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.