Prýðisgóður plokkfiskur – klassíska góða uppskriftin

Prýðisgóður plokkfiskur plokkari fiskur afgangs fiskur kartöflur laukur
Prýðisgóður plokkfiskur

Prýðisgóður plokkfiskur

Plokkfiskur er prýðismatur, eiginlega bara herramannsmatur og ekki skemmir nú fyrir að hafa gott rúgbrauð með. Best finnst mér að hafa vel af pipar þannig að rífi aðeins í. Það er alveg upplagt að nota soðið af fiskinum í jöfnum hlutföllum á móti mjólk/rjóma

— FISKURRÚGBRAUÐÍSLENSKTPLOKKFISKUR

.

Prýðisgóður plokkfiskur

700 g fiskur
4-500 g kartöflur
100 g smjör
2 laukar, saxaðir
1 1/2 dl hveiti
2 dl mjólk/rjómi
2 dl fiskisoð
salt og vel af (hvítum) pipar

Sjóðið fiskinn í örlitlu vatni og setjið hann á sigti (munið að henda ekki soðinu). Sjóðið kartöflur. Bræðið smjör í potti og látið laukinn mýkjast í nokkrar mínútur í honum. Bætið við hveiti og hrærið saman og loks fiskisoði og mjólk eða rjóma saman við. Hrærið og þynnið ef þarf. Myljið fiskinn gróft saman við og skerið kartöflurnar í bita og bætið við. Saltið og piprið. Til tilbreytingar má krydda með múskati og einnig er gott að hafa hvítlauk. Berið fram með góðu rúgbrauði.

— FISKURRÚGBRAUÐÍSLENSKTPLOKKFISKUR

— PRÝÐISGÓÐUR PLOKKFISKUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínukaka með súkkulaðikremi

 

 

 

Appelsinukaka. Bogga frænka mín á Núpi bakaði þessa undurgóðu Appelsínuköku og bauð í kaffi. Ömmustelpan hennar Helena Draumey plokkaði kremið ofan af tertunni og borðaði af mikilli áfergju #auðvitaðsegjaömmurekkertþegarbarnabörninborðabarakremiðaftertum

Appelsínumöndlukaka – yndisleg og ljúf kaka

appelsínumöndluterta

Appelsínumöndlukaka. Þessi ljúfa appelsínumöndlukaka er fljótleg og góð og dásamlegur ylmur fyllir húsið þegar hún er bökuð! Það tekur innan við 15 mín að skella þessu saman og ekki nema hálftíma að baka hana. Hún er allt í senn frískandi en samt svo blíð og rík, flaujelsmjúk en þó svo smá hrjúf..