Frönsk kóngabaka – galette des rois

Frönsk kóngabaka - galette des rois FRAKKLAND FRÖNSK BAKA
Frönsk kóngabaka – galette des rois

Frönsk kóngabaka, „galette des rois“

Bakan er snædd víða í Frakklandi og í fleiri löndum á þrettándanum. Hún er til minningar um vitringana þrjá. Það er vel þekkt að sett sé baun eða heil mandla í fyllinguna. Sá sem fær baunina/möndluna fær að launum kórónu og verður kóngur/drottning það sem eftir lifir dags.

Frönsk kóngabaka, „galette des rois“

Frönsk kóngabaka, „galette des rois“

Möndlukremsfylling:
1/2 b möndlumjöl
1/3 – 1/2 b sykur
1 egg
45 g mjúkt smjör
1 tsk vanilla
1 tsk hveiti

Setjið í matvinnsluvél þar til kremið er orðið mjúkt.

Kaka:
1 pk smjördeig (440 g), þiðið
Möndlukremið

Til að pensla með:
1 þeytt egg
1 msk flórsykur

Hitið ofninn í 220°C. Búið til tvær kúlur úr smjördeiginu og rúllið út í hringi, skerið í kring 28 cm í þvermál. Setjið annan hringinn á bökunarpappír. Smyrjið kreminu á en skiljið eftir 3 cm brún. Hægt að hafa baun í því.
Rennið hinum hringnum ofan á og kremjið brúnirnar saman með gaffli. Skerið út lauf eða annað með beittum hníf, en gætið þess að fara ekki í gegnum deigið.
Penslið með eggi og bakið í 15 mín. Sigtið þunnt lag af flórsykri yfir kökuna og bakið áfram, þar til kakan er gullin. Borðið bökuna volga. Berið te með eða café au lait. Varið gestina við, ef baun hefur verið sett í og hafið tilbúna kórónu til að krýna með.

BÖKURFRAKKLANDMÖNDLUR

🇫🇷

Frönsk kóngabaka, „galette des rois“

Frönsku forsetahjónin fá sér Kóngaböku, galette des rois

Frá dögum Valérys Giscards d’Estaings á forsetastóli í Frakklandi er hefð að í Élyséehöll er boðið upp á kóngaköku á þrettándanum, 40 sinnum stærri en meðalkakan.
Í frönsku byltingunni voru kóngar og kórónur ekki í miklum metum og voru kóngakökurnar nefndar „Jafnréttiskökur“. Engin baun eða smáhlutur leyndist í þeim og þaðan af síður var nokkur krýndur kóngur eða drottning. Þannig er því einnig farið með kóngakökuna í Élyséehöll.*

*Af fasbókarsíðu Franska sendiráðsins

BÖKURFRAKKLANDMÖNDLUR

🇫🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.