Hvernig á ég að vera?

Hvernig á ég að vera? kurteisi tilgerð tildur dónaskapur Heiðar Jónsson svarar spurningum lesenda Tímans tíminn
Hvernig á ég að vera? Heiðar Jónsson svarar spurningum lesenda

Heiðar Jónsson svarar lesendum í Tímanum í janúar árið 1995. Margt af því sem hann skrifar á enn vel við, aldarfjórðungi síðar.

BORÐSIÐIRGÖMUL RÁÐHeiðar Jónsson

.

Til dæmis kona, sem klæðir sig mjög vel en kann ekki að hreyfa sig, gerir fötunum ekki góð skil, og kona, sem hreyfir sig gífurlega fallega en er ekki vel klædd, skaðar heildarmyndina af sjálfri sér.

Sé hægt að tala um einhvern alþjóðastaðal í hreyfingum, þá hreyfa íslenskar konur sig mjög vel. En það eru vissir kauðskir hlutir sem þarf að laga. Til dæmis hvernig fólk fer í og úr yfirhöfn. Íslendingar, bæði menn og konur, demba þessu yfir höfuðið á sér og hrinda smáhlutum um koll og brjóta og bramla. Þetta á að gerast öðruvísi.

Í kokkteilboðum og þar sem fólk hegðar sér frjálslega og talar saman, er algengt að einhverjir í hópnum troðast um og snúa baki í einhverja af viðræðufélögunum. Þetta er nánast dónaskapur. Svo eru sumir sem ekki virða persónulegt svæði og troðast alltof nærri viðmælendum sínum. Svona ósiðum er hægt að venja fólk af og það er ég að kenna í framkomunámskeiðum. Það verður að hafa í huga að líkamstalið, hvernig við beitum okkur, er stór hluti af framkomunni og ekki síður mikilvægt en hvað við segjum eða hvernig við klæðum okkur.

Tilgerð og tildur eru ekki endilega kurteisi, heldur framkoma sem gerir það að verkum að öðrum líður vel í návist manns.

BORÐSIÐIRGÖMUL RÁÐHeiðar Jónsson

.

Hvernig á ég að vera?

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Avókadó hráterta – öndvegis terta

Avókadó hráterta. Í veislu á dögunum, Pálínuboði, var þessi öndvegis terta á borðum. Við linntum ekki látum fyrir en við fundum konuna sem útbjó hana og með ánægju deildi Hildur uppskriftinni. Þessi terta kemst á topp þrjú yfir bestu hrátertur sem ég hef smakkað, þær eru margar góðar. Ég sleppti því að frysta hana, heldur útbjóð ég hana kvöldinu áður en hún var snædd. Kannski er græni liturinn að blekkja okkur lítið eitt, maður er ekki vanur grænum tertum.... Hvet ykkur til að prófa þessa, þið sjáið ekki eftir því.

Gúrkusalat

Gúrkusalat. Í Þýskalandi er algengt að útbúa grænmetissalat út einni tegund grænmetis. T.d. radísum, gulrótum, kartöflum og gúrkum. Uppistaða dressinganna í þessum salötum er yfirleitt edik, olía, rjómi og krydd.