Í veislu hjá Kjartani Smára og Hildigunni

Lifrarmús að hætti veiðimannsins Ambrosia ávaxtasalat Hjalti Valþórsson flugstjóri Davíð, Albert, Elsa, Hildigunnur, Kjartan Smári, Hadda Hreiðarsdóttir, Stefán Torfi, Bergþór og Eyrún kirsuberjasulta uppskrift Saltfiskréttur forvitna flugstjórans frá Grænhöfðaeyjum grænhöfðaeyjar
Davíð, Albert, Elsa, Hildigunnur, Kjartan Smári, Hadda, Stefán Torfi, Bergþór og Eyrún

Í veislu hjá Kjartani Smára og Hildigunni

Í einstaklega skemmtilegri ferð á Eurovision í Lissabon kynntumst við alveg ótrúlega hressu fólki. Í þeim hópi voru sómahjónin Kjartan Smári og Hildigunnur sem héldu matarboð um helgina. Á matseðlinum var lifrarterrine með súrdeigsbrauði og sultu, saltfiskréttur frá Grænhöfðaeyjum og Ambrosia ávaxtasalat

KJARTAN SMÁRIKÆFASÚRDEIGSBRAUÐSALTFISKURPORTÚGALEUROVISION

.

Kirsuberjasulta. 300 g fersk kirsuber,  200 g sykur, 1,5 dl vatn. Setjið allt í pott og sjóðið í ca 40 mínútur. Kremjið berin með gaffli þegar þau fara að mykjast og springa. Hreinsið steinana úr, setjið í krukku og kælið.
Lifrarterrine að hætti veiðimannsins

Lifrarterrine að hætti veiðimannsins
Fyrir 10

550 g lifur (kjúklingalifur að öllu leyti eða að hluta á móti hreindýra-, rjúpna- eða gæsalifur fyrir extra villibráðarbragð)
1 laukur grófskorinn
2 stórir hvítlauksgeirar, grófsaxaðir
1 ½ tsk. timjan (þurrkað)
1 ½ tsk. marjoram (þurrkað)
1 dl portvín
½ dl brandí
2 tsk. borðsalt
1 tsk. nýmalaður pipar
250 g smjör
2 dl. rjómi

Setjið allt nema smjör og rjóma í eldfast mót og bakið í 150°C heitum ofni í 40 mínútur. Takið úr ofninum, skerið smjörið í sneiðar og dreifið yfir sjóðheitt mótið svo það mýkist. Hellið öllu úr eldfasta mótinu í matvinnsluvél eða blandara og maukið vel ásamt rjómanum.
Hellið í fallegt form eða krukkur og kælið í 4-6 klukkustundir. Má frysta hluta í lokuðu íláti.
Berið fram með góðri sultu, ristuðu brauði og jafnvel salati.

Hjalti Valþórsson flugstjóri var á Grænhöfðaeyjum og fékk þar þennan ljúffenga saltfiskrétt á fjölskyldureknum veitingastað. Tungumálaörðuleikar komu í veg fyrir að hann fengi uppskrift. Eftir nokkurt handapat fékk hann að fylgjast með matreiðslunni og þróaði síðan uppskrifina þegar heim kom.

Saltfiskréttur forvitna flugstjórans frá Grænhöfðaeyjum
Fyrir 5

1.2 kg saltaðir þorskhnakkar (því stærri hnakkar, því betra)
1 stór sæt kartafla (ca 500g)
½ kg kartöflur
Vel af svörtum pipar
5 geiralausir hvítlaukar, saxaðir
2 litlar dósir tómatpúrra (3 ef dósirnar eru pínulitlar)
2 pelar rjómi
Safi úr 1 stórri sítrónu eða 2 litlum.

Hitið ofninn í hæsta hita (oft 275°c). Afhýðið sætkartöflu. Þekið botninn á stóru eldföstu móti með 1 cm þykkum sneiðum af sætkartöflu og þá öðru jafnþykku lagi af venjulegum kartöflum. Ath. ekki nota neina olíu eða aðra fitu. Piprið vel yfir.
Bakið kartöflurnar þar til þær byrja að bólgna út og stöku brunablettir eru farnir að láta sjá sig (ca. 20 mín). Dreifið hvítlauknum yfir kartöflurnar og lækkið hitann niður í 150°c. Bíðið þar til hvítlaukur verður fallega gylltur en hann má ekki brenna (ca.10 mín). Dreifið tómatpúrru yfir mótið og hellið öðrum rjómapelanum yfir. Hrærið aðeins svo púrra blandist við rjómann. Bakið í ca. 15 mín svo allt kraumi vel saman.
Hitið vatn að suðu í stórum potti eða pönnu. Roðflettið saltfiskhnakkana og látið þá varlega ofaní tæplega sjóðandi vatn í ca. 2 mín. Færið hnakkana varlega upp úr vatninu og leggið þá í heilu lagi ofan á mótið. Hellið seinni rjómapelanum yfir og bakið í 30 mín við 150°C.
Takið úr ofninum og kreistið sítrónu yfir saltfiskinn. Berið strax á borð í forminu og njótið!

Ambrosia ávaxtasalat með Pavlovu sáu Stefán og Elsa um

Ambrosia ávaxtasalat með Pavlovu

Pavlova er dásamlegur eftirréttur frá Nýja Sjálandi, þó að Ástralir hafi nú aðeins reynt að eigna sér hann. Aftur á móti getur Pavlova verið flókin í að ná réttri, en þá má alls ekki örvænta þó illa fari, heldur nota afraksturinn í þennan frábæra eftirrétt sem kemur frá suðurríkjum Bandaríkjana,

Ambrosia ávaxtasalat

Uppskrift (á móti ca einni Pavlovu)
1 peli rjóma, þeyttur með smá sykri og vanilluextract
Ein stór dós kokteilávextir eða mismunandi ferskir ávextir.
Skerið niður pavlovu í bita og blandið saman við rjómann og ávextina með sleif. Setjið í skál(ar) og skreytið með ferskum berjum og kókósmjöli

Nýbakað súrdeigsbrauð með forréttinum
Rauðvín með saltfiskinum og hvítvín með forréttinum

.

KJARTAN SMÁRIKÆFASÚRDEIGSBRAUÐSALTFISKUR — EUROVISIONPORTÚGAL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.