Salat með eggjum og beikoni

Salat með eggjum og beikoni salat egg beikon england Dressing
Salat með eggjum og beikoni

Salat með eggjum og beikoni

Að grunni til á þetta salat rætur sínar að rekja til Englands. Þetta salat er kjörið sem forréttur, uppskriftin er fyrir fjóra.

BEIKONSALÖT

.

Salat með eggjum og beikoni

Grænt salat

4 soðin egg

1/2 b frosnar grænar baunir

4 sneiðar beikon, steiktar

1 b brauðteningar

gúrka

pipar

Skerið gróft niður salatið og raðið því á diska, stráið grænu baununum yfir (látið þær þiðna áður) og síðan dressingunni. Bætið ofan á beikoni, eggjum, brauðteningum og gúrku. Malið svartan pipar yfir.

Dressing

safi úr hálfri sítrónu

1/3 tsk Dijon sinnep

2 msk góð olía

2 msk vatn

Hristið saman og hellið yfir salatið

BEIKONSALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Beituskúrinn í Neskaupstað – besta fiskipanna á landinu

Beituskúrinn í Neskaupstað - besta fiskipanna á landinu. Hákon Hildibrand í Neskaupstað er hvergi banginn - hann lætur verkin tala. Fyrir nokkrum árum breytti Hákon og fjölskylda gamla kaupfélagshúsinu í bænum í Hótel Hildibrand. Síðasta sumar opnuðu þau veitingastað í nýuppgerðum beitningaskúr, í flæðarmálinu í miðjum bænum. Það er ánægjulegt að sjá hvernig gamall andi skúrsins er allt um kring og fjölmörg áhöld og annað sem var í skúrnum er notað sem skraut.

Spergilkáls salat

Spergilkáls salat. Grænmeti af krossblómaætt svo sem spergilkál, blómkál, næpur, rófur og hvítkál innihalda sérstaklega mikið af efnasamböndum sem styðja við ónæmiskerfi líkamans.