Kraftmikið kryddte – Chai te

Kraftmikið kryddte - heilsudrykkur hollustudrykkur Chai te engifer kanill kardimommur hunang negull TE hressandi drykkur
Kraftmikið kryddte, Chai te, er hressandi.

Kraftmikið kryddte – chai te

Þetta sérdeilis kraftmikið te sem gefur mikla orku. Upplagt ef fólk finnur fyrir slappleika eða að kvef er að taka sér bólfestu. Gott í skammdeginu – alveg gráupplagt

— MATUR LÆKNAR DRYKKIRHEILSUDRYKKIR

.

Kraftmikið kryddte – chai te

5–6 negulnaglar

6–8 heilar kardimommur

½–1 kanilstöng

4–6 svört piparkorn

4–6 sneiðar af ferskri engiferrót

smá múskat

1–2 tsk. svart te í lausu, t.d. Earl Grey

1 tsk. hunang

Kardimommur eru muldar í mortéli og settar í pott ásamt öðru kryddi og 1 bolla af vatni. Látið sjóða undir loki í 1 mín. Svörtu tei er bætt út í og látið sjóða stutta stund í viðbót. Síðan er 1 bolla af hrísmjólk bætt út í og suðan látin koma upp. Síað, hellt í könnu og hunangi bætt út í. Einnig má nota fjallagrös í staðinn fyrir svart te, en þá eru fjallagrösin sett út í með kryddinu strax í upphafi.

— KRAFTMIKIÐ KRYDDTE —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súrdeig frá grunni

SúrdeigSúrdeigsbrauð

Súrdeigsbakstur er ævaforn matreiðsluaðferð og mætti flokkast undir „slow food“. Við fyrstu sýn virðist þetta allflókið, en ef farið er eftir leiðbeiningunum lið fyrir lið, ætti það að reynast léttur leikur. Og umfram allt skemmtilegur!

Til að byrja með þarf að útbúa grunnsúr. Það er tiltölulega auðvelt og gaman, en tekur u.þ.b. 5-7 daga. Ef maður getur ekki beðið, er hægt að kaupa grunnsúr t.d. í Grímsbæ.