Auglýsing
Kraftmikið kryddte - heilsudrykkur hollustudrykkur Chai te engifer kanill kardimommur hunang negull TE hressandi drykkur
Kraftmikið kryddte, Chai te, er hressandi.

Kraftmikið kryddte – chai te

Þetta sérdeilis kraftmikið te sem gefur mikla orku. Upplagt ef fólk finnur fyrir slappleika eða að kvef er að taka sér bólfestu. Gott í skammdeginu – alveg gráupplagt

— MATUR LÆKNAR DRYKKIRHEILSUDRYKKIR

.

Kraftmikið kryddte – chai te

5–6 negulnaglar

6–8 heilar kardimommur

½–1 kanilstöng

4–6 svört piparkorn

4–6 sneiðar af ferskri engiferrót

smá múskat

1–2 tsk. svart te í lausu, t.d. Earl Grey

1 tsk. hunang

Kardimommur eru muldar í mortéli og settar í pott ásamt öðru kryddi og 1 bolla af vatni. Látið sjóða undir loki í 1 mín. Svörtu tei er bætt út í og látið sjóða stutta stund í viðbót. Síðan er 1 bolla af hrísmjólk bætt út í og suðan látin koma upp. Síað, hellt í könnu og hunangi bætt út í. Einnig má nota fjallagrös í staðinn fyrir svart te, en þá eru fjallagrösin sett út í með kryddinu strax í upphafi.

— KRAFTMIKIÐ KRYDDTE —

Auglýsing