Kraftmikið kryddte – Chai te

Kraftmikið kryddte - heilsudrykkur hollustudrykkur Chai te engifer kanill kardimommur hunang negull TE hressandi drykkur
Kraftmikið kryddte, Chai te, er hressandi.

Kraftmikið kryddte – chai te

Þetta sérdeilis kraftmikið te sem gefur mikla orku. Upplagt ef fólk finnur fyrir slappleika eða að kvef er að taka sér bólfestu. Gott í skammdeginu – alveg gráupplagt

— MATUR LÆKNAR DRYKKIRHEILSUDRYKKIR

.

Kraftmikið kryddte – chai te

5–6 negulnaglar

6–8 heilar kardimommur

½–1 kanilstöng

4–6 svört piparkorn

4–6 sneiðar af ferskri engiferrót

smá múskat

1–2 tsk. svart te í lausu, t.d. Earl Grey

1 tsk. hunang

Kardimommur eru muldar í mortéli og settar í pott ásamt öðru kryddi og 1 bolla af vatni. Látið sjóða undir loki í 1 mín. Svörtu tei er bætt út í og látið sjóða stutta stund í viðbót. Síðan er 1 bolla af hrísmjólk bætt út í og suðan látin koma upp. Síað, hellt í könnu og hunangi bætt út í. Einnig má nota fjallagrös í staðinn fyrir svart te, en þá eru fjallagrösin sett út í með kryddinu strax í upphafi.

— KRAFTMIKIÐ KRYDDTE —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.