Auglýsing
Hvað gera konur við veskin sín í matarboðum? Vigdís Anna einarsdóttir Sigurlaug margrét Jónasdóttir etiquette borðsiðir kurteisi veisla veislur
Hvað gera konur við veskin sín í matarboðum?

Hvað gera konur við veskin sín í matarboðum?

Spurningin sem konur hafa spurt sig og aðra að í áratugi. Það er ekkert eitt svar til við því hvað gera skal við kvenveskin meðan á máltíð stendur.

BORÐSIÐIR/KURTEISIKAFFIBOÐVEISLURSIGURLAUG M. JÓNASD

Eitt sinn þótti í lagi að leggja allra minnstu veskin á borðið en það á varla við lengur. Núna leggjum við ekkert á borðið, hvorki síma né annað. Konur með lítil veski leggja þau gjarnan í kjöltuna undir servíettuna.  Ef stólar eru þannig að hægt er að hengja veskin á bakið er það ágæt lausn. Sumar konur eru með þar til gerðan hanka sem þær setja á borðbrúnina og láta veskið hanga undir borðinu – það er líka ágæt lausn. Sum veski eru það fyrirferðarmikil að hvergi er pláss fyrir þau nema á gólfinu, annað hvort undir stólnum eða fyrir framan fæturna. Varist að leggja veskið þannig frá ykkur að þjónar rekist í þau.

Myndin tengist færslunni mjög óbeint, þetta var eina góða myndin sem ég átti þar sem kona heldur á veski 🙂 Konan er Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.

— HVAÐ GERA KONUR VIÐ VESKIN SÍN Í MATARBOÐUM? —

Auglýsing

1 athugasemd

  1. Ef for a Mitchellin stjörnu stað úti a Spani fyrir nokkru. Eg skrapp a snyrtinguna og þegar eg kom til baka sagði maðurinn minn “sjáðu, þeir koma með fótskemil handa þer” sem var bæði fagur og bolstraður. Eg var kasólétt og var þvi alsæl for pent ur skónum undir borðinu sem var með síðum dúk. Stuttu siðar kom þjónninn miður sin með annan “fótskemil” og orðunum “eg var viss um að eg hefði komið með þetta!”. Þa var þetta ss stóll fyrir veskið mitt en alls engin fótskemill. Ólétta konan varð vandræðaleg en þakklát fyrir misskilninginn. Nokkrum mánuðum eftir þetta for eg a annan veitingastað i Madrid sem var alls ekki jafn finn en bauð upp a sömu þjónustu. Það eru vist ýmsar leiðir til þess að flækja þetta fyrir ser 🙂

Comments are closed.