Kurteisi á kaffihúsum – níu atriði

Kurteisi á kaffihúsum - tíu atriði kaffihús
Kurteisi á kaffihúsum – níu atriði

Kurteisi á kaffihúsum – níu atriði

Það er ljúft að sitja á kaffihúsi, njóta veitinga og drykkja, hitta vini og fjölskyldu, eða taka sér smá stund í rólegheitum með bók eða tölvuna.

Á stöðum þar sem fólk kemur saman, verður kurteisi að lykilþætti í því að skapa notalega og góða upplifun fyrir alla. Kurteisi snýst ekki aðeins um það að fylgja reglum eða siðareglum, heldur að sýna öðrum tillitssemi, virðingu og skilning. Á kaffihúsum er kurteisi ekki aðeins á ábyrgð starfsfólksins, heldur einnig viðskiptavina.

Þegar við sýnum kurteisi í daglegu lífi stuðlum við að jákvæðu umhverfi sem hjálpar öllum að njóta.

KURTEISI/BORÐSIÐIRKAFFI- OG VEITINGAHÚS

.

Kurteisi á kaffihúsum. Þegar við sýnum kurteisi í daglegu lífi stuðlum við að jákvæðu umhverfi sem hjálpar öllum að njóta. Hér eru nokkur góð kaffihúsakurteisisráð – njótið

Hér eru níu kaffihúsakurteisisráð:

1. Röð og þolinmæði

  • Ef það á við förum við í röðina og erum í henni þar til kemur að afgreiðslu. Það er mikilvægt að sýna þolinmæði og kurteisi við starfsfólk og aðra gesti. Það vinnur oft undir álagi. Þökkum fyrir góða þjónustu, vingjarnlegheit og þolinmæði.
  • Troðum okkur ekki fram fyrir aðra, jafnvel þó við séum í tímahraki.

2. Pöntunina

  • Verum viss um hvað við ætlum að panta áður en kemur að afgreiðslunni. Það sparar tíma bæði fyrir starfsfólkið og þá sem eru á eftir okkur í röðinni. Ef við erum óörugg þá má alltaf biðja starfsfólkið um að mæla með einhverju.

3. Notum inniröddina

  • Þegar við erum á kaffihúsi, reynum við að tala á venjulegum hljóðstyrk til að trufla ekki aðra gesti – það þarf ekkert að orðlengja það og þó að sé gaman, höfum þá í huga að fólk getur fengið nóg af því að hlusta á hlátrasköllin okkar ef þau ætla aldrei að taka enda, enda er það ekki með í partíinu okkar.

4. Tölvur og tæki

  • Það getur verið notalegt að fara með tölvuna á kaffihús og taka smá vinnutörn þar. Munum að taka tillit til annara.

5. Borð og sætaval

  • Ef fjölmenni er á kaffihúsinu þá reynum við að velja borð sem passar okkur. Tökum ekki stærra borð en við þurfum að óþörfu.

6. Persónulegt rými annarra

    • Höfum í huga að virða persónulegt rými annarra gesta þegar við veljum sæti og göngum um. Forðumst að sitja of nálægt öðrum ef það er pláss á milli borða.

7. Greiðslan

  • Verum viss um að borga fyrir það sem við pöntuðum. Það skiptir miklu máli við séum sanngjörn og heiðarleg.

8. Meðvituð um aðra gesti

  • Ef einhver annar er að leita að sæti og við sitjum við stórt borð, er upplagt að bjóða fólki að sitja með okkur við borð ef hægt er.
  • Pössum eftir fremsta megni að vera ekki of lengi við borðið ef fjölmennt er á kaffihúsinu og fleiri eru að leita að sætum.

9. Verum vingjarnleg

  • Verum vingjarnleg við aðra gesti. Það skapar jákvæða og notalega stemningu fyrir alla.
  • Brosum, það skilar sér í góðri þjónustu og betri upplifun.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Svalandi rabarbaradrykkur

IMG_8742

Svalandi rabarbaradrykkur. Drykkur þessi er góður mjög hressandi og ljúffengur með blávatni saman við eða sódavatni. Fimm kíló af rabarbara gefa rúmlega 4 lítra af vökva (sem mætti nú eiginlega kalla þykkni)

Bergþór Bjarnason Francheteau með matarboð í Frakklandi

Vestmannaeyjingurinn Bergþór Bjarnason Francheteau hefur búið í Frakklandi í fjölmörg ár, hann tók ljúflega í að verða gestabloggari „Í upphafi ætlaði ég að hafa suðræna stemningu á borðum enn svo blandaðist þetta allt saman og á endanum var ögn af Íslandi á boðstólum í bland við suðrænt og fleira. Við Olivier, maðurinn minn, vorum nýlega heima að halda upp á áttræðisafmæli pabba og því dáltítið af íslenskum vörum í ísskápnum.