Kurteisi á kaffihúsum – níu atriði

Kurteisi á kaffihúsum - tíu atriði kaffihús
Kurteisi á kaffihúsum – níu atriði

Kurteisi á kaffihúsum – níu atriði

Það er ljúft að sitja á kaffihúsi, njóta veitinga og drykkja, hitta vini og fjölskyldu, eða taka sér smá stund í rólegheitum með bók eða tölvuna.

Á stöðum þar sem fólk kemur saman, verður kurteisi að lykilþætti í því að skapa notalega og góða upplifun fyrir alla. Kurteisi snýst ekki aðeins um það að fylgja reglum eða siðareglum, heldur að sýna öðrum tillitssemi, virðingu og skilning. Á kaffihúsum er kurteisi ekki aðeins á ábyrgð starfsfólksins, heldur einnig viðskiptavina.

Þegar við sýnum kurteisi í daglegu lífi stuðlum við að jákvæðu umhverfi sem hjálpar öllum að njóta.

KURTEISI/BORÐSIÐIRKAFFI- OG VEITINGAHÚS

.

Kurteisi á kaffihúsum. Þegar við sýnum kurteisi í daglegu lífi stuðlum við að jákvæðu umhverfi sem hjálpar öllum að njóta. Hér eru nokkur góð kaffihúsakurteisisráð – njótið

Hér eru níu kaffihúsakurteisisráð:

1. Röð og þolinmæði

  • Ef það á við förum við í röðina og erum í henni þar til kemur að afgreiðslu. Það er mikilvægt að sýna þolinmæði og kurteisi við starfsfólk og aðra gesti. Það vinnur oft undir álagi. Þökkum fyrir góða þjónustu, vingjarnlegheit og þolinmæði.
  • Troðum okkur ekki fram fyrir aðra, jafnvel þó við séum í tímahraki.

2. Pöntunina

  • Verum viss um hvað við ætlum að panta áður en kemur að afgreiðslunni. Það sparar tíma bæði fyrir starfsfólkið og þá sem eru á eftir okkur í röðinni. Ef við erum óörugg þá má alltaf biðja starfsfólkið um að mæla með einhverju.

3. Notum inniröddina

  • Þegar við erum á kaffihúsi, reynum við að tala á venjulegum hljóðstyrk til að trufla ekki aðra gesti – það þarf ekkert að orðlengja það og þó að sé gaman, höfum þá í huga að fólk getur fengið nóg af því að hlusta á hlátrasköllin okkar ef þau ætla aldrei að taka enda, enda er það ekki með í partíinu okkar.

4. Tölvur og tæki

  • Það getur verið notalegt að fara með tölvuna á kaffihús og taka smá vinnutörn þar. Munum að taka tillit til annara.

5. Borð og sætaval

  • Ef fjölmenni er á kaffihúsinu þá reynum við að velja borð sem passar okkur. Tökum ekki stærra borð en við þurfum að óþörfu.

6. Persónulegt rými annarra

    • Höfum í huga að virða persónulegt rými annarra gesta þegar við veljum sæti og göngum um. Forðumst að sitja of nálægt öðrum ef það er pláss á milli borða.

7. Greiðslan

  • Verum viss um að borga fyrir það sem við pöntuðum. Það skiptir miklu máli við séum sanngjörn og heiðarleg.

8. Meðvituð um aðra gesti

  • Ef einhver annar er að leita að sæti og við sitjum við stórt borð, er upplagt að bjóða fólki að sitja með okkur við borð ef hægt er.
  • Pössum eftir fremsta megni að vera ekki of lengi við borðið ef fjölmennt er á kaffihúsinu og fleiri eru að leita að sætum.

9. Verum vingjarnleg

  • Verum vingjarnleg við aðra gesti. Það skapar jákvæða og notalega stemningu fyrir alla.
  • Brosum, það skilar sér í góðri þjónustu og betri upplifun.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Berg og Þula á Dalvík

Berg og Þula IMG_4278

Þula, café - bistro. Á Dalvík er hið glæsilega Menningarhús Berg. Þar reka heiðurshjónin Gréta og Júlíus veitingastaðinn Berg. Júlli kallar ekki allt ömmu sína, ætli megi ekki segja að hann sé Dalvíkurkonungurinn (allavega prinsinn). Júlli kom Fiskideginum mikla á fót ásamt fleirum. Hann drífur hlutina áfram á jákvæðan hátt með sína góðu konu sér við hlið. Hef sagt það áður og segi enn að það ætti að vera a.m.k. einn Júlli Júll í hverjum bæ.

Berunes í Berufirði – natni, metnaður og persónuleg þjónusta

Berunes í BerufirðiPersónuleg þjónusta og natni í einu og öllu er einkennandi fyrir ferðaþjónustuna á Berunesi í Berufirði. Hjónin Ólafur og Anna hafa byggt upp starfsemina og staðið vaktina í á fimmta áratug. Ólafur er sannkallaður völundur og bera hús á Berunesi og allt umhverfi þeim hjónum fagurt vitni. Á Berunesi borðuðum við bragðmikla og góða fiskisúpu sem innihélt nokkrar tegundir af fiski, hrogn og allskonar grænmeti. Með súpunni voru þrjár tegundir af heimabökuðum ljúffengum bollum, stökkar að utan og mjúkar að innan. Á borðinu við hliðina á okkur voru dönsk hjón alveg yfir sig ánægð með súpuna (eins og við) og gáfu henni „fimm kokkahúfur” - fullt hús.