Auglýsing
Salat með eggjum og beikoni salat egg beikon england Dressing
Salat með eggjum og beikoni

Salat með eggjum og beikoni. Að grunni til á þetta salat rætur sínar að rekja til Englands. Þetta salat er kjörið sem forréttur, uppskriftin er fyrir fjóra.

BEIKONSALÖT

Salat með eggjum og beikoni

Grænt salat

4 soðin egg

1/2 b frosnar grænar baunir

4 sneiðar beikon, steiktar

1 b brauðteningar

gúrka

pipar

Skerið gróft niður salatið og raðið því á diska, stráið grænu baununum yfir (látið þær þiðna áður) og síðan dressingunni. Bætið ofan á beikoni, eggjum, brauðteningum og gúrku. Malið svartan pipar yfir.

Dressing

safi úr hálfri sítrónu

1/3 tsk Dijon sinnep

2 msk góð olía

2 msk vatn

Hristið saman og hellið yfir salatið

Auglýsing