Kindakæfa Hjördísar

hjördís rut jónasdóttir Enginn veit sína kæfuna fyrr en öll er Systurnar Sigurlaug Margrét jónasdóttir og Hjördís Jónasdóttir kæfa kindakæfa bragðmikil kæfa íslenskur matur íslenskt rúgbrauð
Ljúffeng kindakæfa Hjördísar á nýbökuðu rúgbrauði – er eitthvað betra?

Hver er sinnar kæfu smiður

Útvarpskonan Sigurlaug Margrét geðþekka sendi skilaboð úr húsmæðraorlofi sínu: „Á morgun er kæfugerð systur minnar! Þetta er í alvöru fáránleg góð kæfa, fjölskyldan rífst um hana ef hún er að klárast. Ég er í raun að koma norður að gera þessa fokkings góðu kæfu”

KÆFALAMBAKJÖTSIGURLAUG MARGRÉTHJÖRDÍS RUTHÚSMÆÐRAORLOF

.

Enginn veit sína kæfuna fyrr en öll er. Systurnar Sigurlaug Margrét og Hjördís Jónasdætur

Kindakæfa Hjördísar

10 lambaslög + nokkrir (lélegir) súpukjötsbitar
Slögin eru sett þiðin í pott og suðan látin koma upp.
Fleytið ofan af.

Bætið við í pottinn:
3 heilum laukum
6 lárviðarlaufum
2 msk salt
1 msk negulnaglar
2 msk svört piparkorn
1 msk blönduð piparkorn
Sjóðið í 2 1/2 klst.

Takið slögin úr pottinum eitt og eitt í einu, fituhreinsið og beinhreinsið.
Síið soðið og geymið ca 4 lítra (er ekki allt notað)
Veiðið fitu ofan af soðinu

7-8 laukar. Afhýddir og skornir í báta.
Hakkið kjötið ásamt lauknum og setjið aftur í pottinn.
Hitið og hrærið saman, og kryddið.
Setjið lítið krydd í einu og lítið soð. Hitið og hrærið vel á milli og smakkið.
Passið að það sé ekki notað of mikið soð.

Ca magn af kryddi:
3 1/2 msk salt
2 1/2 msk hvítur pipar
2 msk grófmalaður svartur pipar
2 msk piparblanda frá Prima
1 1/2 tsk engiferduft (ekki meira af því)
8-10 msk Toro Bouillon duft dökkt
Kæfan þarf að vera örlítið sterkari heit því hún dofnar aðeins þegar hún kólnar.
Setjið í hæfilegar plastdollur og frystið.

Kindakæfa Hjördísar

.

KÆFALAMBAKJÖTSIGURLAUG MARGRÉTHJÖRDÍS RUT

— KINDAKÆFA HJÖRDÍSAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kartöflusmælki í tómat

Kartöflusmælki í tómat. Nú eru kartöflur komnar uppúr moldinni og tilvalið að nýta þær í hina ýmsu rétti. Þessi réttur er upprunninn á Indlandi og er kjörinn sem meðlæti.