Súkkulaðimús
Í uppskriftahefti sem Steinunn Bergsteinsdóttir gaf út fyrir einhverjum áratugum, í tengslum við vinsæl námskeið sem hún hélt, er þessi ljúffenga og sáraeinfalda súkkulaðimús. Þóra Fríða var á námskeiði hjá Steinunni og hefur oft útbúið súkkulaðimúsina góðu síðan þá og meðal annars um daginn þegar hún bauð okkur í mat.
— ÞÓRA FRÍÐA — SÚKKULAÐIMÚS — EFTIRRÉTTIR —
.
Súkkulaðimús
1/2 l rjómi, þeyttur
200 g extra dökkt súkkulaði (yfir 70% kakóinnihald)
Bræðið súkkulaðið og hellið saman við þeytta rjómannn. Skiptið í litlar skálar og látið stífna í kæli í nokkra klukkutíma.
Þetta er sparidesert
.
— ÞÓRA FRÍÐA — SÚKKULAÐIMÚS — EFTIRRÉTTIR —
— EINFALDASTA OG BESTA SÚKKULAÐIMÚSIN —
.