Auglýsing
Grænmetissúpa með kókosmjólk, grænmeti, súpa, blómkál, gulrætur
Grænmetissúpa með kókosmjólk

Grænmetissúpa með kókosmjólk

Flestir eiga nokkrar tegundir af grænmeti í ísskápnum og/eða frystinum. Látið hugmyndaflugið ráða för þegar þið útbúið þessa súpu, bæði þegar þið veljið grænmeti og líka krydd. Þeir sem eru hrifnir af engifer mega gjarnan láta það útí. Stundum sýð ég linsubaunir með grænmetinu. Súpuna þarf ekki að þykkja.

— GRÆNMETISSÚPURSÚPUR

.

Grænmetissúpa með kókosmjólk

1/2 laukur

1 dl góð matarolía

3 hvítlauksrif

1-2 kartöflur

1/3 sæt kartafla (eða rúmlega það)

3 gulrætur

1 bolli frosið spínat

og svo það grænmeti sem er til: spergilkál, sellerý, blómkál, gulrófur, frosið blandað grænmeti….

Grænmetiskraftur

1 msk cumin

1 msk kóriander

smá cayanne

salt og pipar

Vatn

1 ds kókosmjólk

Léttsteikið laukinn í olíunni, bætið út í hvítlauk og loks restinni af hinu grænmetinu. Kryddið og bætið við vatni svo það rétt fljóti yfir. Látið sjóða í 30-40 mín. Bætið út í kókosmjólkinni og maukið með töfrasprota.

.

— GRÆNMETISSÚPURSÚPUR

— GRÆNMETISSÚPA MEÐ KÓKOSMJÓLK —

.

Auglýsing