Auglýsing
Góðir borðsiðir - Pistill í Mánudagsblaðinu frá 1955 grundvallarregla góðra borðsiða gráðug gráðugur borðsiðir kurteisi mannasiðir þjónustufólk matarleyfar úr móð fyrirverða veitingahús
Góðir borðsiðir – Pistill í Mánudagsblaðinu frá 1955

Grundvallarregla góðra borðsiða er

varastu allt, sem sýnt getur að þú sért gráðug. Haltu gafli þínum og hníf létt; og sittu bein meðan þú matast: Láttu það alls ekki henda þig að skilja eftir varalit á glösum, bollum eða serviettum. Þurrkaðu af vörum þér mesta litinn áður en þú borðar.

Mundu það að karlmenn fyrirverða sig fyrir konum, sem tala of hátt á veitingahúsi – að gamla hugmyndin um að það sé fínt að skilja eftir dálitlar matarleyfar á disknum er löngu úr móð og dauð.

Auglýsing

Vertu kurteis við alla, sem þjóna þér til borðs – þetta gildir hvar sem þú ert – ef nauðsynlegt er að finna að við þjónustufólk þá gerðu það hljótt og reiðilaust.

Mánudagsblaðið 18. júlí 1955

BORÐSIÐIR/KURTEISI VARALITURSNYRTING

— GÓÐIR BORÐSIÐIR, PISTILL ÚR MÁNUDAGSBLAÐINU —