Góðir borðsiðir – Pistill í Mánudagsblaðinu frá 1955

Góðir borðsiðir - Pistill í Mánudagsblaðinu frá 1955 grundvallarregla góðra borðsiða gráðug gráðugur borðsiðir kurteisi mannasiðir þjónustufólk matarleyfar úr móð fyrirverða veitingahús
Góðir borðsiðir – Pistill í Mánudagsblaðinu frá 1955

Grundvallarregla góðra borðsiða er

varastu allt, sem sýnt getur að þú sért gráðug. Haltu gafli þínum og hníf létt; og sittu bein meðan þú matast: Láttu það alls ekki henda þig að skilja eftir varalit á glösum, bollum eða serviettum. Þurrkaðu af vörum þér mesta litinn áður en þú borðar.

Mundu það að karlmenn fyrirverða sig fyrir konum, sem tala of hátt á veitingahúsi – að gamla hugmyndin um að það sé fínt að skilja eftir dálitlar matarleyfar á disknum er löngu úr móð og dauð.

Vertu kurteis við alla, sem þjóna þér til borðs – þetta gildir hvar sem þú ert – ef nauðsynlegt er að finna að við þjónustufólk þá gerðu það hljótt og reiðilaust.

Mánudagsblaðið 18. júlí 1955

BORÐSIÐIR/KURTEISI VARALITURSNYRTING

— GÓÐIR BORÐSIÐIR, PISTILL ÚR MÁNUDAGSBLAÐINU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lifrarbuff frá Eskifirði

Lifrarbuff

Lifrarbuff frá Eskifirði. Þessi uppskrift birtist í DV í maí árið 1987. Blaðamenn neytendasíðu blaðsins hafa greinilega óskað eftir auðveldum, ódýrum og jafnframt næringarríkum hvunndagsuppskriftum í dálki sem kallaður er Uppskriftaþeysa DV. Sólveig systir mín sendi inn þessa líka fínu uppskrift. Í textanum kemur fram að hráefnið kosti innan við 100 kr. og dugi vel í tvær máltíðir fyrir hjón með eitt barn. Ástæðan fyrir því að uppskriftin birtist hér er að frænka mín hringdi og sagði mér að þessi uppskrift hafi fylgt þeim hjónum alla þeirra búskapartíð. Nú eru hins vegar góð ráð dýr því hún finnur hvergi uppskriftina - hún var þess fullviss að hún væri til hér á bæ....

Brúskettur með tómat og basil

Brúskettur með tómat og basil. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir hélt matarboð á dögunum, hún er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.

L´abri á Fáskrúðsfirði

L´abriL´abri

Í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði, sem hýsir Fosshótel, er hinn bjarti og fallegi veitingastaður L´abri. Þar er eldað af metnaði undir frönskum áhrifum. Mikið var að gera á hótelinu og veitingastaðnum þegar við vorum fyrir austan á dögunum og vel bókað sumar, vetur, vor og haust. Það er vel þess virði að koma við á Fáskrúðsfirði, skoða snyrtilegan bæ og fá sér hressingu í Franska spítalnunum sem Minjavernd endurbyggði af miklum myndarbrag.