Góðir borðsiðir – Pistill í Mánudagsblaðinu frá 1955

Góðir borðsiðir - Pistill í Mánudagsblaðinu frá 1955 grundvallarregla góðra borðsiða gráðug gráðugur borðsiðir kurteisi mannasiðir þjónustufólk matarleyfar úr móð fyrirverða veitingahús
Góðir borðsiðir – Pistill í Mánudagsblaðinu frá 1955

Grundvallarregla góðra borðsiða er

varastu allt, sem sýnt getur að þú sért gráðug. Haltu gafli þínum og hníf létt; og sittu bein meðan þú matast: Láttu það alls ekki henda þig að skilja eftir varalit á glösum, bollum eða serviettum. Þurrkaðu af vörum þér mesta litinn áður en þú borðar.

Mundu það að karlmenn fyrirverða sig fyrir konum, sem tala of hátt á veitingahúsi – að gamla hugmyndin um að það sé fínt að skilja eftir dálitlar matarleyfar á disknum er löngu úr móð og dauð.

Vertu kurteis við alla, sem þjóna þér til borðs – þetta gildir hvar sem þú ert – ef nauðsynlegt er að finna að við þjónustufólk þá gerðu það hljótt og reiðilaust.

Mánudagsblaðið 18. júlí 1955

BORÐSIÐIR/KURTEISI VARALITURSNYRTING

— GÓÐIR BORÐSIÐIR, PISTILL ÚR MÁNUDAGSBLAÐINU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.