Kaffi og meira kaffi
Það er eitthvað svo ljúft að fá sér „góðan” kaffibolla. Flest erum við sérvitur þegar kemur að kaffinu og hvernig það „á að vera”. Einhverju sinni hætti ég að drekka kaffi í heilan mánuð, bara til að sjá hvort ég gæti það. Kaffi hefur verið stór hluti af lífi mínu frá barnæsku. Það afsannaðist á mér að börn hætta að stækka ef þau drekka kaffi 🙂 Satt best að segja var ekki svo erfitt að hætta, smá höfuðverkur fyrstu dagana. Þegar ég byrjaði svo kaffidrykkjuna aftur eftir mánaðarhvíld fann ég bragð sem ég hafði ekki tekið eftir áður, kaffið var beiskt og svolítið súrt. En smátt og smátt varð kaffið ljúffengt sem fyrr.
— KAFFIMEÐLÆTI — KAFFI — KAFFISOPINN INDÆLL ER…
.