Kaffi og meira kaffi

kaffi uppáhellingur kaffibolli export  Kaffi og meira kaffi
Kaffi og meira kaffi

Kaffi og meira kaffi

Það er eitthvað svo ljúft að fá sér „góðan” kaffibolla. Flest erum við sérvitur þegar kemur að kaffinu og hvernig það „á að vera”. Einhverju sinni hætti ég að drekka kaffi í heilan mánuð, bara til að sjá hvort ég gæti það. Kaffi hefur verið stór hluti af lífi mínu frá barnæsku. Það afsannaðist á mér að börn hætta að stækka ef þau drekka kaffi 🙂  Satt best að segja var ekki svo erfitt að hætta, smá höfuðverkur fyrstu dagana. Þegar ég byrjaði svo kaffidrykkjuna aftur eftir mánaðarhvíld fann ég bragð sem ég hafði ekki tekið eftir áður, kaffið var beiskt og svolítið súrt. En smátt og smátt varð kaffið ljúffengt sem fyrr.

KAFFIMEÐLÆTIKAFFIKAFFISOPINN INDÆLL ER…

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótakaka Aldísar frænku

Gulrótarkaka Aldísar frænku. Sumar kökur eru betri en aðrar segir Eyjólfur Eyjólfsson söngvari.  „Gulrótarkaka móðursystur minnar er sú kaka sem ég kannski held mest upp á – ef til vill vegna þess að hún er í senn hátíðleg og ósköp hversdagsleg. Þó svo að móðir mín sé þekkt fyrir íburðarmiklar stríðstertur hef ég yfirleitt hneigst meira til kökubaksturs eins og ég kynntist í sveit sem strákur. Þá á ég að sjálfsögðu ekki við sunnudagshnallþórurnar heldur hinar stóísku og yfirveguðu jóla- og marmakökur sem gengu í svo til heilagt hjónaband með ógerilsneyddri kúamjólkinni.

Jólaplattinn á Jómfrúnni

Jólaplattinn á Jómfrúnni. Sætabrauðsdrengirnir brugðu sér á Jómfrúna í hádeginu og snæddu saman hina ýmsu jólarétti sem voru bornir fram á stórum diskum; Jólaplatti Jómfrúarinnar. Á meðan beðið var eftir eftirréttinum sungu þér félagar fyrir gesti við miklar og góðar undirtektir - MYNDBAND HÉR