Lifrarkæfa – bragðmikill herramannsmatur

Lifrarkæfa lifur svínalifur svínafita spekk
Lifrarkæfa

Lifrarkæfa

Bragðmikil, vel krydduð lifrarkæfa með góðu brauði er herramannsmatur.

— KÆFAPORTVÍNBEIKON — RÚGBRAUÐ

.

Lifrarkæfa

300 g hökkuð svínalifur (eða kindalifur)
150 g svínafita
1 laukur, saxaður smátt
1 ½ tsk salt
½ tsk pipar
¼ tsk negull
¼ tsk kanill
1 tsk allrahanda
2 msk hveiti
1 egg
4-5 beikonsneiðar
2 msk rúsínur
1 msk portvín
Blandið saman í skál lifur, fitu, kryddi, hveiti og eggi. Látið í form og bakið í vatnsbaði við 150° í um klukkustund. Látið kólna og hvolfið á form. Á meðan lifrarkæfan er í ofninum er upplagt að hella portvíni yfir rúsínurnar og geyma. Steikið beikonið, skerið það í bita, setjið yfir lifrarkæfuna ásamt rúsínunum.

.

— KÆFAPORTVÍNBEIKON — RÚGBRAUÐ

— LIFRAKÆFA, BRAGÐMIKILL HERRAMANNSMATUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pekanpæ

pekanpae

Pekanpæ, alveg guðdómlega gott. Það er nú gaman að segja frá því að á topp tíu yfir mest skoðuðu uppskriftir síðasta árs eru þrjár hráfæðistertur. Hér er enn ein dásemdin sem allir(eða langflestir) eiga eftir að elska – guðdómlega gott.

Sætkartöflumús

Saetkartoflumus

Sætkartöflumús. Það er gott að krydda „venjulega" kartöflumús með múskati. Þessi er úr sætum kartöflum og aðeins meira krydduð en hin „venjulega“. Góð kartöflumús á alltaf við, eða kannski er betra að segja að hún eigi oft við. Í staðinn fyrir smjörið má nota rjóma, enda rjómi og smör í grunninn sama afurðin.

Engiferdressing

Engiferdressing. Í bókabúð rakst ég á nýlega útkomna bók sem heitir Boðið vestur - veisluföng úr náttúru Vestfjarða. Bókin er matreiðslubók en meira en það. Í bókinni, sem skipt er upp í kafla eftir  mánuðum ársins, er mikill fjöldi uppskrifta að ýmiss konar réttum að vestan úr því náttúrulega hráefni sem í boði er á hverjum árstíma. Fínasta bók sem vel má mæla með.

Maís- og basilklattar

Maís- og basilkökur

Maís- og basilklattar henta sem meðlæti með kjúklingaréttum eða grillkjötinu. Við höfðum þær sem aðalrétt og bárum með tómatasalat og sinnepssósu. Þessi uppskrift gerir um tíu kökur. Til tilbreytingar má setja spínat í staðinn fyrir basil og saxa hvítlauk saman við deigið.