Lifrarkæfa – bragðmikill herramannsmatur

Lifrarkæfa lifur svínalifur svínafita spekk
Lifrarkæfa

Lifrarkæfa

Bragðmikil, vel krydduð lifrarkæfa með góðu brauði er herramannsmatur.

— KÆFAPORTVÍNBEIKON — RÚGBRAUÐ

.

Lifrarkæfa

300 g hökkuð svínalifur (eða kindalifur)
150 g svínafita
1 laukur, saxaður smátt
1 ½ tsk salt
½ tsk pipar
¼ tsk negull
¼ tsk kanill
1 tsk allrahanda
2 msk hveiti
1 egg
4-5 beikonsneiðar
2 msk rúsínur
1 msk portvín
Blandið saman í skál lifur, fitu, kryddi, hveiti og eggi. Látið í form og bakið í vatnsbaði við 150° í um klukkustund. Látið kólna og hvolfið á form. Á meðan lifrarkæfan er í ofninum er upplagt að hella portvíni yfir rúsínurnar og geyma. Steikið beikonið, skerið það í bita, setjið yfir lifrarkæfuna ásamt rúsínunum.

.

— KÆFAPORTVÍNBEIKON — RÚGBRAUÐ

— LIFRAKÆFA, BRAGÐMIKILL HERRAMANNSMATUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótaterta – þessi getur bara ekki klikkað

Gulrótaterta

Gulrótaterta. Aldrei þreytist ég á að dásama hrátertur og annað hráfæði. Svei mér þá, ég held þær geti bara ekki klikkað. Ef þið hafið ekki nú þegar bragðað hrátertur skuluð þið drífa ykkur í eldhúsið og útbúa eina góða. Nú ef þið hafið bragðað hrátertu skuluð þið samt sem áður drífa ykkur í eldhúsið og útbúa eina góða :)

Engiferteriyaki hlýri

Engifer teriyaki hlýri. Af einhverjum ástæðum lauma ég alltaf meira af hvítlauk og engifer en sagt er í uppskriftum, en reyni að stilla í hóf hér. Þeir sem vilja láta „bíta svolítið í“ geta því aukið magnið, en í báðum tilfellum er hann ægigóður.

Reyktur lundi soðinn upp í bjórnum Surtsey

Reyktur lundi soðinn upp í bjórnum Surtsey frá The Brothers Brewery. Vestmanneyjingurinn og ljúfmennið Kjartan Vídó tók vel í að elda lunda og deila með lesendum. Kjartan segir að varla sé hægt að fara á Þjóðhátíð í Eyjum nema að fá reyktan lunda, kartöflur, rófur og smjör.