Auglýsing
Lifrarkæfa lifur svínalifur svínafita spekk
Lifrarkæfa

Lifrarkæfa

Bragðmikil, vel krydduð lifrarkæfa með góðu brauði er herramannsmatur.

— KÆFAPORTVÍNBEIKON — RÚGBRAUÐ

.

Lifrarkæfa

300 g hökkuð svínalifur (eða kindalifur)
150 g svínafita
1 laukur, saxaður smátt
1 ½ tsk salt
½ tsk pipar
¼ tsk negull
¼ tsk kanill
1 tsk allrahanda
2 msk hveiti
1 egg
4-5 beikonsneiðar
2 msk rúsínur
1 msk portvín
Blandið saman í skál lifur, fitu, kryddi, hveiti og eggi. Látið í form og bakið í vatnsbaði við 150° í um klukkustund. Látið kólna og hvolfið á form. Á meðan lifrarkæfan er í ofninum er upplagt að hella portvíni yfir rúsínurnar og geyma. Steikið beikonið, skerið það í bita, setjið yfir lifrarkæfuna ásamt rúsínunum.

.

— KÆFAPORTVÍNBEIKON — RÚGBRAUÐ

— LIFRAKÆFA, BRAGÐMIKILL HERRAMANNSMATUR —

.

Auglýsing