Rabarbarinn er nauðsynlegur – Heimilisblaðið 1939

Rabarbarinn er nauðsynlegur - Heimilisblaðið 1939 rabbabari RABARBARI
Í Heimilisblaðinu frá 1939 segir að rabarbarinn sé nauðsynlegur

Rabarbari

„Nú, þegar sveskjur, rúsínur og aðrir þurrkaðir ávextir eru ófáanlegir er rabarbarinn mjög nauðsynlegur. Það má geyma rabarbara á margan hátt, t.d. búa til úr honum sultutau eða saft, eins má geyma hann í vatni og búa svo til úr honum smám saman yfir veturinn grauta o. fl.”

-Heimilisblaðið 1939

RABARBARIKAFFIMEÐLÆTIHEIMILISBLAÐIÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pitsusósa – Pizza pronto

Pitsusósa - Pizza pronto. Eitt besta „aukaheimilistæki" sem til hefur verið hér á bæ er lítill pitsuofn, hann skilaði sínu vel og var óspart notaður. Þá áttum við oft deig og pitsusósu í ísskápnum og þá var hægt að útbúa pitsu með litlum fyrirvara. Síðan bræddi elsku pitsuofninn úr sér og var sárt saknað.....

Það er nú ekki svo mikið mál að útbúa pitsusósu. Þegar pitsur urðu vinsælar hér fyrst var hægt að kaupa pitsusósu sem hét Pizza Pronto - óskaplega þægilegt og mig minnir að það hafi líka bragðast ágætlega. Kannski fæst Pizza Pronto ennþá. Víða eru pitsusósur enn kallaðar Pissa Prontó, við skulum ekki hætta því.

Hreindýralund – snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni

Hreindýralund - snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni. Mikið lifandis ósköp er hreindýrakjöt mjúkt og gott ef það er rétt eldað. Meðlætið með hreindýralundinni var Waldorfssalat og sykurbrúnaðar kartöflur ásamt sósunni

Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa

Rúgbrauðssúpa

Brauðsúpa - rúgbrauðssúpa. Uppáhaldssúpur mínar á bernskuárunum voru lúðusúpa og rúgbrauðssúpa. Til að rifja upp sæluminningar tengdar rúgbrauðssúpunni fékk ég uppskriftina hjá mömmu og er hún hér lítillega breytt.