Sykurlausar súkkulaðitrufflur

Sykurlausar súkkulaðitrufflur Dominika Vejskalová tékkland tékkneskur matur borgarfjörður eystri blábjörg hótel trufflur
Sykurlausar súkkulaðitrufflur

Sykurlausar súkkulaðitrufflur

Dominika Vejskalová er frá Tékklandi. Hún hefur unnið í eldhúsi Blábjargar á Borgarfirði eystra síðustu tvö ár. Hún er mikill bakari og elskar að baka ásamt því að vinna úr íslensku hráefni. Þessar sykurlausu súkkulaðitrufflur galdraði hún fram fyrir eftirréttahlaðborðið á Borgarfirði.

SÚKKULAÐI — TRUFFLURBORGARFJÖRÐURBLÁBJÖRGTÉKKLAND

.

Dominika Vejskalová

Sykurlausar súkkulaðitrufflur

100 g rjómi
100 g smjör
100 g 90-100% súkkulaði
4 msk romm
Frosin hindber
Kakó

Hitið saman rjóma og smjör þar til að suða kemur upp, takið strax af hellu og hellið yfir súkkulaðið. Setjið romm út í og hrærið þar til blandan er mjúk, kælið í klst eða í frysti í 20 mín. Þegar súkkulaðiblandan er orðin köld þá búið þið til litlar kúlur og setjið eitt hindber í miðjuna á hverri kúlu. Í lokin veltið þið kúlunum upp úr dökku kakói. Getur verið gott að setja örlitið af kanil út í kakóið.

SÚKKULAÐI — TRUFFLURBORGARFJÖRÐURBLÁBJÖRGTÉKKLAND

— SYKURLAUSAR SÚKKULAÐITRUFFLUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.