Auglýsing
Sykurlausar súkkulaðitrufflur Dominika Vejskalová tékkland tékkneskur matur borgarfjörður eystri blábjörg hótel trufflur
Sykurlausar súkkulaðitrufflur

Sykurlausar súkkulaðitrufflur

Dominika Vejskalová er frá Tékklandi. Hún hefur unnið í eldhúsi Blábjargar á Borgarfirði eystra síðustu tvö ár. Hún er mikill bakari og elskar að baka ásamt því að vinna úr íslensku hráefni. Þessar sykurlausu súkkulaðitrufflur galdraði hún fram fyrir eftirréttahlaðborðið á Borgarfirði.

SÚKKULAÐI — TRUFFLURBORGARFJÖRÐURBLÁBJÖRGTÉKKLAND

Auglýsing

.

Dominika Vejskalová

Sykurlausar súkkulaðitrufflur

100 g rjómi
100 g smjör
100 g 90-100% súkkulaði
4 msk romm
Frosin hindber
Kakó

Hitið saman rjóma og smjör þar til að suða kemur upp, takið strax af hellu og hellið yfir súkkulaðið. Setjið romm út í og hrærið þar til blandan er mjúk, kælið í klst eða í frysti í 20 mín. Þegar súkkulaðiblandan er orðin köld þá búið þið til litlar kúlur og setjið eitt hindber í miðjuna á hverri kúlu. Í lokin veltið þið kúlunum upp úr dökku kakói. Getur verið gott að setja örlitið af kanil út í kakóið.

SÚKKULAÐI — TRUFFLURBORGARFJÖRÐURBLÁBJÖRGTÉKKLAND

— SYKURLAUSAR SÚKKULAÐITRUFFLUR —