Avókadódressing

Avókadódressing avókadó salat lárpera sallat dressing
Avókadódressing. Mynd Silla Páls

Avókadódressing

1 avókadó
1/2 gúrka, skorin í grófa bita
1/4 laukur, afhýddur og saxaður gróft
safi úr einu lime
börkur af einu lime
1 tsk hunang
1 tsk estragon
1/2 tsk salt
1/4 tsk pipar
Vatn til þynningar

Afhýðið avókadó setjið í matvinnsluvél ásamt gúrku, lauk, limesafa, limeberki, hunangi, estragoni, salti og pipar. Maukið vel og bætið við vatni eftir þörfum.

.

AVÓKADÓUPPSKRIFTIR

DRESSINGAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínumöndlukaka – yndisleg og ljúf kaka

appelsínumöndluterta

Appelsínumöndlukaka. Þessi ljúfa appelsínumöndlukaka er fljótleg og góð og dásamlegur ylmur fyllir húsið þegar hún er bökuð! Það tekur innan við 15 mín að skella þessu saman og ekki nema hálftíma að baka hana. Hún er allt í senn frískandi en samt svo blíð og rík, flaujelsmjúk en þó svo smá hrjúf..

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sléttum sextíu árum eftir að mamma byrjaði í Kvennaskólanum á Blönduósi fór ég þangað og hélt matreiðslunámskeið í sama eldhúsinu og hún lærði í. Það er mjög gaman að skoða skólabygginguna sem er öll hin glæsilegasta. Ég fékk að fara um allt húsið og skoðaði það hátt og lágt.

Meðan við biðum eftir að aðalrétturinn yrði tilbúinn var farið yfir nokkra borðsiði og úr urðu hinar fjörugustu umræður.

Þambið ekki nýmjólk

Í staðinn fyrir kaffi og te ætti að drekka mjólk, þar sem nóg er af henni. Þó er ekki gott að þamba tóma nýmjólk, hún hleypur í maganum í stóra osta og er þá tormelt.

Matreiðslubók. leiðbeiningar handa almenningi. Fjóla Stefáns 1916