Hressandi cayennedrykkur

Hressandi cayennedrykkur

Fyrst var ég með um einn þriðja úr teskeið af cayenne pipar en er ég kominn upp í heila teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður – ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

— UM GÓÐ ÁHRIF CAYENNE PIPARS —

Mjög hressandi drykkur

Volgt vatn, ca 1 dl
1 tsk cayenne pipar
1 tsk sítrónusafi
1 msk góð ólífuolía

Setjið í glas, hrærið í með teskeið og drekki í einum sopa 🙂

— UM GÓÐ ÁHRIF CAYENNE PIPARS —

.

Cayenne pipar cayennepipar Tíu ástæður að nota cayennepipar eru eftirfarandi (skv. ANA): Styrkir hjartað, jafnvel stoppa hjartaáfall á byrjunarstigi Bætir blóðflæðið og hreinsar veggi æðanna og er hjálparefni við endurnýjun rauðra blóðfrumna Eflir meltingakerfið Kemur jafnvægi á lifrina og gallblöðruna Drepur blöðruhálskirtilskrabbameinsfrumur og minnkar æxlismyndun Eflir mótefnakerfið og bætir liðverki Góð áhrif til að minnka gyllinæð Stoppar blæðingu ef sett er á opið sár (topical application) Minnkar þríglýseríð í blóði (blóðfitu) Sveppaeyðandi og minnkar mittismál
Tíu góðar ástæður

Heimildir eru hér

.

— HRESSANDI CAYENNEDRYKKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.

Leiðir okkar Sigurlaugar lágu fyrst saman í geysivinsælum matarþætti, sem hún annaðist í útvarpinu. Hún hefur áður komið við sögu hér á síðunni, en við skrifuðum niður KJÚKLINGARÉTT, sem hún sagði frá í útvarpsþætti fyrir margt löngu.

Bananabrauðið á Þorgrímsstöðum

Bananabrauðið á Þorgrímsstöðum. Í góða veðrinu í sumar vann ég á sumarhóteli á þorgrímsstöðum í Breiðdal. Reglulega var bakað bananabrauð sem ég tengi beint við dvölina í sveitasælunni. Oftar en ekki gúffuðum við í okkur nýbakað brauðið með smjöri sem bráðnaði á sneiðinni.

Salthnetukaka


Salthnetukaka

Salthnetukaka. Heiðurspiltarnir og söngpípurnar Þorvaldur og Ásgeir Páll komu í kaffi og tóku hressilega til matar síns. Það er ótrúlega gaman að gefa þeim að borða

Múslí – heimagert og meiriháttar

Múslí. Fjölmargt er hægt að nota til að útbúa sitt eigið múslí, það er bæði auðvelt og skapandi. Hér er uppskrift sem ég hef til hliðsjónar. Ekki láta hugfallast þó eitthvað vanti, það er ekki hundrað í hættunni. Oftast nota ég rúsínur en vel má nota aðra þurrkaða niðursaxaða ávexti eða ber. Þá eykur það fjölbreytnina að blanda saman við tilbúnu góðu múslíi.