Hressandi cayennedrykkur

Hressandi cayennedrykkur

Fyrst var ég með um einn þriðja úr teskeið af cayenne pipar en er ég kominn upp í heila teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður – ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

— UM GÓÐ ÁHRIF CAYENNE PIPARS —

Mjög hressandi drykkur

Volgt vatn, ca 1 dl
1 tsk cayenne pipar
1 tsk sítrónusafi
1 msk góð ólífuolía

Setjið í glas, hrærið í með teskeið og drekki í einum sopa 🙂

— UM GÓÐ ÁHRIF CAYENNE PIPARS —

.

Cayenne pipar cayennepipar Tíu ástæður að nota cayennepipar eru eftirfarandi (skv. ANA): Styrkir hjartað, jafnvel stoppa hjartaáfall á byrjunarstigi Bætir blóðflæðið og hreinsar veggi æðanna og er hjálparefni við endurnýjun rauðra blóðfrumna Eflir meltingakerfið Kemur jafnvægi á lifrina og gallblöðruna Drepur blöðruhálskirtilskrabbameinsfrumur og minnkar æxlismyndun Eflir mótefnakerfið og bætir liðverki Góð áhrif til að minnka gyllinæð Stoppar blæðingu ef sett er á opið sár (topical application) Minnkar þríglýseríð í blóði (blóðfitu) Sveppaeyðandi og minnkar mittismál
Tíu góðar ástæður

Heimildir eru hér

.

— HRESSANDI CAYENNEDRYKKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.