Hressandi cayennedrykkur

Hressandi cayennedrykkur

Fyrst var ég með um einn þriðja úr teskeið af cayenne pipar en er ég kominn upp í heila teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður – ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

— UM GÓÐ ÁHRIF CAYENNE PIPARS —

Mjög hressandi drykkur

Volgt vatn, ca 1 dl
1 tsk cayenne pipar
1 tsk sítrónusafi
1 msk góð ólífuolía

Setjið í glas, hrærið í með teskeið og drekki í einum sopa 🙂

— UM GÓÐ ÁHRIF CAYENNE PIPARS —

.

Cayenne pipar cayennepipar Tíu ástæður að nota cayennepipar eru eftirfarandi (skv. ANA): Styrkir hjartað, jafnvel stoppa hjartaáfall á byrjunarstigi Bætir blóðflæðið og hreinsar veggi æðanna og er hjálparefni við endurnýjun rauðra blóðfrumna Eflir meltingakerfið Kemur jafnvægi á lifrina og gallblöðruna Drepur blöðruhálskirtilskrabbameinsfrumur og minnkar æxlismyndun Eflir mótefnakerfið og bætir liðverki Góð áhrif til að minnka gyllinæð Stoppar blæðingu ef sett er á opið sár (topical application) Minnkar þríglýseríð í blóði (blóðfitu) Sveppaeyðandi og minnkar mittismál
Tíu góðar ástæður

Heimildir eru hér

.

— HRESSANDI CAYENNEDRYKKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bolludagsbollur – vatnsdeigsbollur

 

 

 

Vatnsdeigsbollur.Tvær ólíkar fyllingar í vatnsdeigsbollur. Kannski hljómar framandi að blanda saman rjóma, kókosbollum og brómberjum en trúið mér; útkoman er stórfín. Í hinum bollunum er Royal búðingi blandað saman við rjóma sem er hafður á milli ásamt hráu marsipani og bláberjasultu.

Sænskar semlor

semlur

Sænskar semlor. Svíar byrja öllu fyrr að baka bolludagsbollur en við. Fljótlega upp úr áramótum fara að sjást semlor í bakaríum. Kannski er alveg ástæðulaust að tengja bollur við ákveðinn dag, einu sinni á ári. Sænskar semlur eru afar ljúffengar og runnu vel niður í maga okkar í síðustu ferð til Svíþjóðar.

Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Súkkulaði- og hnetugóðgæti. Ætli megi ekki flokka þetta sem heilsunammi. Það er samt frekar leiðinlegt þegar einn og einn hrekkur í baklás við það eitt að heyra HEILSU-eitthvað um mat. En þeim fer nú sem betur fer fækkandi og flestir að verða meðvitaðir um gildi alvöru matar (svo er alltaf skilgreininaratriði hvað er alvöru matur...)