Það vakti athygli margra þegar ég sagði frá því í útvarpsspjalli að ég ætti alltaf Vilkó vöfflumix og notaði það oft, ekki bara til að baka vöfflur heldur líka í lummur og pönnukökur. Vöfflumixið er snilldin ein, vöfflurnar verða alltaf eins og það þarf ekki að stressast upp þó ekki sé til egg eða mjólk í deigið þegar okkur langar skyndilega í vöfflur 🙂
Til að „gera deigið að mínu” set ég gjarnan bragðefni út í: vanillu, kardimommur, sterkt uppáhellt kaffi, smá sítrónusafa, kakó, súkkulaði eða Nutella. Endilega prófið
Það er ágætt að setja svolítið af uppáhelltu kaffi út í deigið